Freyr - 01.01.2002, Síða 45
Eftirfarandi stvrkir hafa verið veittir á árinu._________Kr.
Landslið í hestaíþróttum 500.000
Búálfarnir vegna búferlaflutninga yfir Heljardalsheiði 140.000
Landsmót 2002 vegna heimasíðu og bæklings 750.000
Landsmót 2002 vegna starfsmanns 500.000
Reiðkennaranemar Hólaskóla vegna utanlandsferðar 400.000
Islandica 2001 500.000
Búálfarnir vegna sýningar á gömlum vinnubrögðum tengdum hestinum. 100.000
Sá styrkur mun flytjast á árið 2002, og sýningin verður sett
upp í tengslum við menningarráðstefnuna
„Hálft er líf á hestbaki“ 8. febrúar næstkomandi.
Samtals 2.890.000
Skráning reiðleiða
Hestamiðstöð fslands ákvað
síðasta vetur að taka þátt í skrán-
ingu reiðleiða á Norðurlandi
vestra. Til verksins voru keypt 5
GPS tæki sem Hestamiðstöðin
lánar ferðalöngum. Verkið fór
frekar hægt af stað og lengi vel
var ekki ljóst hvort sá samningur,
sem LH hafði gert við fyrirtæki
um birtingu leiðarlýsinganna,
myndi halda. Komið hefur í ljós
að allir aðilar hafa sama áhugann
á málinu og í upphafi og verður
því haldið áfram eins og áætlað
var. Ennfremur hefur komið í
ljós að Vegagerð ríkisins hefur
unnið gríðarlega mikið verk við
skráningu og flokkun reiðvega á
Norðurlandi vestra og nýtist sú
vinna við skipulagningu þessa
verkefnis í framtíðinni.
Akveðið hefur verið að Hesta-
miðstöð íslands eigi og reki nýtt
mótakerfi hestamanna. Kerfið
mun verða sett upp með beinum
tengslum við World Feng, og
mun það fá upplýsingar um
knapa og hesta þaðan, ásamt því
að veita nýjustu upplýsingunum
inn í það kerfi. Til stendur að
stofna sérstakt fyrirtæki um rek-
stur mótakerfisins, meðal annars
vegna þess að á þann hátt sleppur
Hmí við að fara út í VSK-skyld-
an rekstur.
Tveir samningar hafa verið
gerðir um vistun á stöðu frá öðr-
um fyrirtækjum. Annars vegar
er um að ræða vistun á stöðu
framkvæmdastjóra Flugu hf. sem
Hml á stóran eignarhlut í. Hér
er um að ræða 50% starf, sem
unnið er af starfsmönnum Hmí.
Hins vegar er um að ræða vistun
á starfsmanni Landsmóts ehf., en
það fyrirtæki hefur ráðið Ásdísi
Guðmundsdóttur í 30% starf
framkvæmdastjóra fram að ára-
mótum. Ásdís hefur nú vinnuað-
stöðu á skrifstofu Hestamið-
stöðvarinnar.
Að auki er verið að kanna
nánar a.m.k eina styrkumsókn
sem hefur borist en ekki hefur
verið tekin afstaða til.
Eins og hér kemur fram eru
verkefnin fjölbreytt og mörg og
er það von okkar að slík verði
staðan næstu ár. Ánægjulegt er
að sífellt fleiri einstaklingar hafa
samband við okkur um möguleg
verkefni og annað sem tengist
hestamennskunni.
Altalað á kaffistofunni
Frostlögur á
Þlngvöllum
Eins og kunnugt er berst
Þingvallavatni mest af
vatni sínu neöanjarðar en
þetta vatn sést í gjánum á
Þingvöllum þar sem það
virðist þó vera kyrrstætt.
Sú saga er sögð af breskum
hermönnum, sem dvöldust hér
á landi í seinni heimstyrjöld-
inni, að þeir voru eitt sinn á
ferð á Þingvöllum í brunagaddi
og snjó að vetrarlagi. Kom þá
í Ijós að vatnskassinn á einum
bíl þeirra lak og voru góð ráð
dýr. Tók þá einn hermannan-
na eftir því að alautt vatn var í
gjánum og sá þar lausn á
vandamáli þeirra. Þarna hlyti
að vera um frostlög að ræða.
Þeir sóttu sér í skyndi vatn og
helltu í vatnskassann. Segir
svo ekki meira af þeirri ferð.
Molar
Erfiðleikar I
DÖNSKUM KÚABÚSKAP
Sala á mjólkurkvóta í Dan-
mörku fer þannig fram að
seljendur leggja inn á svokall-
aðan kvótamarkað fyrir mjólk
það magn mjólkur sem þeir
vilja selja, og gefa upp það
verð sem þeir vilja fá fyrir
hann.
Á síðast kvótauppboði buðu
1700 kúabændur fram kvóta til
sölu, eða fimmti hver kúabóndi.
Það eru fleiri bændur en nokkru
sinni fyrr þar í landi.
Aðeins 825 bændum tókst að
selja kvóta sinn og seldi hver að
jafnaði 275 þúsund kg. Kaup-
endur voru hins vegar 2300
bændur og keypti hver að jafn-
aði um 100 þúsund kg.
Hið mikla magn af mjólkur-
kvóta sem boðið var til sölu
þykir til merkis um erfiðleika í
dönskum kúabúskap.
(Bondevennen nr. 3/2002).
Freyr 1/2002-41 j