Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 46

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 46
Atak f hestamennsku Stjórn og starfsmenn Engar breytingar urðu á árinu á skipan í stjórn Ataksverkefnisins. Hvert félag, sem að Átaksverk- efninu stendur, á þar einn full- trúa. Frá LH er Haraldur Þórar- insson, frá FT Olafur Hafsteinn Einarsson, frá FH Ármann Ólafs- son og frá BÍ og jafnframt for- rnaður nefndarinnar er Ágúst Sig- urðsson. I nóvember 2000 kom eini starfsmaður verkefnisins til starfa, Hulda Gústafsdóttir en hún var ráðin til tveggja ára til að vinna að stefnumótun fyrir Átaksverkefnið og í framhaldi af því að stýra einstökum verkefn- um á vegum þess. Átaksverkefn- ið hefur skrifstofuaðstöðu í Laug- ardal hjá Landssambandi hesta- mannafélaga. Stjórnin hélt 8 stjórnarfundi á árinu, auk fjölda annarra funda sem einstakir stjómarmenn og starfsmaður sátu fyrir hönd átaksins. Stefnumótun I upphafi árs var haldið áfram þeirri vinnu er hófst í lok árs 2000, þ.e. að vinna stefnumótun fyrir Átaksverkefnið. Upp úr niðurstöðum stefnumótunarinnar var unninn verkefnalisti sem svo verður fylgt eftir það sem eftir lifir átaksverkefnisins. Um hver áramót er svo unnið stöðumat á verkefnunum, hverju fyrir sig og verður það unnið í janúar 2002 fyrir árið 2001. Það voru starfs- maður Átaksins Hulda Gústafs- dóttir með aðstoð Jóns Garðars Hreiðarssonar hjá Ráðgjöf KPMG sem báru hitann og þung- ann af verkefninu. Um miðjan febrúar var þessari vinnu lokið og fór Hulda þá í hringferð um landið ásamt forystumönnum hestamanna til að kynna verkefn- ið um leið og þeir kynntu starf- semi og stöðu félaga sinna. í ferðinni voru Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur, Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, Ólafur Hafsteinn Einarsson, formaður Félags tamningamanna, og Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Lands- sambands hestamannafélaga. Haldnir voru fundir á Hornafirði. Egilsstöðum, Eyjafirði, Sauðár- króki, Blönduósi, Hvanneyri, Ingólfshvoli, Mosfellsbæ og Reykjavík. Samtals sóttu þessa fundi um það bil 700 manns og taldist ferðin nokkuð vel heppn- uð. Fundimir voru haldnir dag- ana 19. febrúar til 2. mars. Helstu niðurstöður stefnu- mótunarinnar eru sem hér segir: * Fagmennska í ræktun. Ræktun í framtíðinni á að stjórnast af gæðastefnu hes- tageirans, auk þess sem stefnt er að því að öll skráð folöld í Feng verði með A-vottun og þau öll prófuð með fullkomin- ni ætternisgreiningu (DNA). Ræktunarmarkmið, ásamt skilgreiningu á gæðastýringu, liggur fyrir en í Feng eru um 25% folalda A-vottuð. Stefnt er að kynningu á gæðastefnu í Átaksverkefnið ásamt forystumönnum hestamanna fóru í fundahringferð um landið í febrúar 2001. Þarna er hópurinn við bílinn sem flutti hann hringinn, en Bílheimar og Isuzu á íslandi styrktu þessa ferð. Frá vinstri: Kristinn Guðnason FH, Hulda Gústafsdóttir, verkefnisstjóri Átaksins, Ólafur H Einarsson FT, Jón Albert Sigurbjörnsson LH og Ágúst Sigurðsson BÍ. (Ljósm. Þórður Jóhannesson). | 42 -Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.