Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 51

Freyr - 01.01.2002, Page 51
Skýrsluhaldlð í hrossa- rækt 2001 Þátttaka og umfang Með hverju árinu sem líður vex gagnagrunnurinn og upprunaæt- tbók íslenska hestakynsins en nú eru hátt í 140 þúsund hross skráð í grunninn. Það eru að langsamle- ga mestu leyti íslensk fædd hross en skráning á hrossum fæd- dum erlendis er hafin og mun á næsta ári snaraukast ef að líkum lætur og þátttökuþjóðirnar standa sig í stykkinu. Alls voru skráðir skýrsluhaldarar 2263 en rétt er þó að geta þess að þátttakan er nokkuð á reiki því að sumir, sem fá sent skýrsluhald á hverju ári, sinna því ekki sem skyldi og eru í rauninni óvirkir þátttakendur. Því var ákveðið að taka svolítið til í þessum hópi og frá og með árinu 2002 verður ekki sent til þeirra sem hafa ekki skilað inn skýrslum nema þeir tilkynni sig sérstaklega sem þátttakendur. Það er hæpið að senda þetta til þeirra sem engan áhuga hafa og þar af leiðandi ekkert gagn af þessu. í 1. töflu sést hvað hefur bæst við af folöldum fæddum árið 2000 en greinilegt er að veruleg fækkun hefur átt sér stað á milli ára, færri hryssum haldið árið 1999 og þar af leiðandi færri folöld. Eins og sjá má í 1. töflu þá eru langflest folöldin skráð á svæði Búnaðarsambands Suðurlands eða 42% af heildarfjöldanum. Annars er sú skipting mjög svipuð frá ári til árs og sama er að segja um þann hluta sem nær A-vottun á ætternið en þó er um smávægilega hlutfallslega fjölgun á milli ára að ræða. Þetta hlutfall þarf að snarhækka enda ekki ásættanlegt að menn sinni skýrslugerðinni ekki betur en þetta, það er svo sáraeinfalt að hafa þetta í lagi. Mikilvægur þáttur í skýrslu- haldinu er skráning einstaklings- merkja, þ.e. örmerkja og frost- merkja, en alls voru skráð 2344 örmerki og 608 frostmerki á ár- inu. Að gefnu tilefni er rétt að rifja upp að samkvæmt reglu- gerð um merkingar búfjár þá er Bændasamtökunum skylt að halda utan um eigendaskrá í 1. tafla. Fjöldi skráðra folalda í Feng eftir svæðum (fæð- ingarár 2000). Búnaðarsamband (svæði) Skráð folöld af heild A-vottað % A-vottað Suðurland (25,80-88) 1215 42% 241 20% Vesturland (35-38,45) 433 15% 151 35% Strandamenn (49) 19 1% 3 16% V-Hún. (55) 182 6% 109 60% A-Hún. (56) 208 7% 67 32% Skagafj. (57,58) 468 16% 104 22% Eyjafj. (65) 187 6% 56 30% Þing. (66-67) 53 2% 5 9% Austurland (75-76) 81 3% 14 17% A-Skaft. (77) 43 1% 10 23% Heildarfjöldi 2889 100% 760 26% eftir Agúst Sigurðsson, Hallveigu Fróðadóttur, og Lindu Björk Jóhannsdóttur Bænda- samtökum Islands tengslum við örmerkt eða frost- merkt hross. Jafnframt segir í reglugerðinni að við eigenda- skipti á slíkum hrossum skuli til- kynna eigendaskiptin til BÍ á sér- stökum eigendaskiptablöðum þar sem fyrri eigandi afsalar sér hrossinu til nýrra eigenda. Þegar um er að ræða aðila sem standa utan skýrsluhaldsins og eru að grunnskrá hross getur þessi eig- endaskráning í sumum tilfellum verið snúin og jafnvel valdið misklíð. Sé hins vegar um að ræða ræktanda, sem tekur þátt í skýrsluhaldinu, þá er málið mjög einfalt því að eigandi hryssu er sjálfkrafa skráður sem eigandi af- kvæmis hennar um leið og fol- aldaskýrsla er færð. Þama er enn Freyr 1/2002-47 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.