Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 55

Freyr - 01.01.2002, Page 55
WorldFengur - alþjóð- legur gagnagrunnur íslenskra hrossa ÝTT ÚR VÖR í byrjun árs 1999 var haldinn fundur að beiðni FEIF' í Bænda- höllinni í Reykjavík. Fundinn sátu Agúst Sigurðsson, hrossa- ræktarráðunautur Bændasamtaka Islands, Jens Otto Veje, ræktunar- leiðtogi FEIF, Lutz Lesener, frá IPZV* 2, Clive Philips, þáverandi formaður skýrsluhaldsnefndar FEIF, og undirritaður. Fundarefn- ið var útvíkkun á gagnagrunni Bændasamtakanna í hrossarækt fyrir aðildarlönd FEIF, Feng, þ.e. gerð alþjóðlegs gagnagrunns um íslenska hestinn Fengur var þá orðinn vel þekktur í aðildarlöndum FEIF, fyrst með útgáfu á PC-Feng árið 1994, síðan með Veraldarfeng á netinu árið 1997 og loks með ís- landsfeng árið 1998. Fulltrúar nokkurra landa höfðu orðað þann möguleika við undirritaðan á að nýta Feng einnig fyrir skýrslu- hald í löndum þeirra. Ahugi var á því innan Bændasamtakanna að kanna hvort mögulegt væri að verða við þessu án mikils auka- kostnaðar. Jafnframt var mikill ' FEIF = International Federation of Icelandic horse Associations, (Alþjóðasamtök Islandshestafélaga). 2 IPZV = Islandpferde-Reiter und Zúchterverband, (Islands- hestafélagið í Þýskalandi). áhugi á að þróa Feng áfram hér- lendis og byggja upp miðlægan gagnagrunn á netinu. Þannig mætti auka aðgang að Feng sem mikil eftirspurn var eftir hérlend- is og erlendis. Á þessum fyrsta fundi um hug- myndina að alþjóðlegum gagna- grunni um íslenska hestinn komu saman lykilmenn sem gátu tekið ákvörðun um fyrsta skrefið í átt að þessum marki. Clive Philips hafði verið í samvinnu við okkur um sölu og útbreiðslu á PC-Feng og Islandsfeng, og gegndi stöðu formanns skýrsluhaldsnefndar FEIF, en sú nefnd er undirnefnd ræktunarnefndar FEIF. Clive er mikill áhugamaður um íslenska hestinn og hefur einlægan áhuga á viðfangsefninu. Clive er einnig hrossaræktandi og sauðfjárbóndi. Jens Otto Veje, danskur heimilis- læknir, gegndi stöðu ræktunar- leiðtoga FEIF og hafði óskað eft- ir samvinnu um uppbyggingu á Feng. Lutz Lesener, þýskur tölvufræðingur, sá um tölvumál IPZV. Ég hafði óskað eftir fundi með honum sem mikilvægum fulltrúa stærsta Islandshestafé- lagsins innan FEIF. Niðurstaða fundarins var áfangi í rétta átt. Ákveðið var að standa saman að uppbyggingu á alþjóðlegum gagnagrunni sem útvíkkun á Feng. Bændasamtökin tækju að sér gerð slíks tölvukerfis og gagnagrunns. Kjarni kerfisins skyldi vera íslenska skýrsluhalds- eftir Jón Baldur Lorange kerfið sem Bændasamtökin byðu aðildarlöndum FEIF aðgang að gegn hóflegu áskriftargjaldi. Áskriftargjald yrði þrískipt eftir fjölda folalda í áskriftarlandi. Samþykkt var hvaða lágmarks- tekjur af árlegri áskrift væru við- unandi fyrir Bændasamtökin. Þá var samþykkt að þau lönd sem gerðust áskrifandi fengju 15% af áskriftartekjum að gagnagrunnin- um í viðkomandi landi. Þannig átti að aðstoða aðildarlönd FEIF til að afla fjár fyrir áskrift að hin- um sameiginlega gagnagrunni og jafnframt hvetja þau til kynningar og sölu á kerfinu. Þá var ákveðið að nafn þessa nýja kerfis skyldi vera WorldFengur. Ákveðið var að halda næsta fund í Aberdeen í Skotlandi á bújörð Clive Philips. Á þeim vinnufundi átti að semja drög að samningi um verkefnið milli Bændasamtaka íslands og FEIF. Það má því segja að fund- urinn í Reykjavík hafi verið árangursríkur og gefið tóninn fyr- ir framhaldið. Freyr 1/2002 - 51 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.