Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 55

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 55
WorldFengur - alþjóð- legur gagnagrunnur íslenskra hrossa ÝTT ÚR VÖR í byrjun árs 1999 var haldinn fundur að beiðni FEIF' í Bænda- höllinni í Reykjavík. Fundinn sátu Agúst Sigurðsson, hrossa- ræktarráðunautur Bændasamtaka Islands, Jens Otto Veje, ræktunar- leiðtogi FEIF, Lutz Lesener, frá IPZV* 2, Clive Philips, þáverandi formaður skýrsluhaldsnefndar FEIF, og undirritaður. Fundarefn- ið var útvíkkun á gagnagrunni Bændasamtakanna í hrossarækt fyrir aðildarlönd FEIF, Feng, þ.e. gerð alþjóðlegs gagnagrunns um íslenska hestinn Fengur var þá orðinn vel þekktur í aðildarlöndum FEIF, fyrst með útgáfu á PC-Feng árið 1994, síðan með Veraldarfeng á netinu árið 1997 og loks með ís- landsfeng árið 1998. Fulltrúar nokkurra landa höfðu orðað þann möguleika við undirritaðan á að nýta Feng einnig fyrir skýrslu- hald í löndum þeirra. Ahugi var á því innan Bændasamtakanna að kanna hvort mögulegt væri að verða við þessu án mikils auka- kostnaðar. Jafnframt var mikill ' FEIF = International Federation of Icelandic horse Associations, (Alþjóðasamtök Islandshestafélaga). 2 IPZV = Islandpferde-Reiter und Zúchterverband, (Islands- hestafélagið í Þýskalandi). áhugi á að þróa Feng áfram hér- lendis og byggja upp miðlægan gagnagrunn á netinu. Þannig mætti auka aðgang að Feng sem mikil eftirspurn var eftir hérlend- is og erlendis. Á þessum fyrsta fundi um hug- myndina að alþjóðlegum gagna- grunni um íslenska hestinn komu saman lykilmenn sem gátu tekið ákvörðun um fyrsta skrefið í átt að þessum marki. Clive Philips hafði verið í samvinnu við okkur um sölu og útbreiðslu á PC-Feng og Islandsfeng, og gegndi stöðu formanns skýrsluhaldsnefndar FEIF, en sú nefnd er undirnefnd ræktunarnefndar FEIF. Clive er mikill áhugamaður um íslenska hestinn og hefur einlægan áhuga á viðfangsefninu. Clive er einnig hrossaræktandi og sauðfjárbóndi. Jens Otto Veje, danskur heimilis- læknir, gegndi stöðu ræktunar- leiðtoga FEIF og hafði óskað eft- ir samvinnu um uppbyggingu á Feng. Lutz Lesener, þýskur tölvufræðingur, sá um tölvumál IPZV. Ég hafði óskað eftir fundi með honum sem mikilvægum fulltrúa stærsta Islandshestafé- lagsins innan FEIF. Niðurstaða fundarins var áfangi í rétta átt. Ákveðið var að standa saman að uppbyggingu á alþjóðlegum gagnagrunni sem útvíkkun á Feng. Bændasamtökin tækju að sér gerð slíks tölvukerfis og gagnagrunns. Kjarni kerfisins skyldi vera íslenska skýrsluhalds- eftir Jón Baldur Lorange kerfið sem Bændasamtökin byðu aðildarlöndum FEIF aðgang að gegn hóflegu áskriftargjaldi. Áskriftargjald yrði þrískipt eftir fjölda folalda í áskriftarlandi. Samþykkt var hvaða lágmarks- tekjur af árlegri áskrift væru við- unandi fyrir Bændasamtökin. Þá var samþykkt að þau lönd sem gerðust áskrifandi fengju 15% af áskriftartekjum að gagnagrunnin- um í viðkomandi landi. Þannig átti að aðstoða aðildarlönd FEIF til að afla fjár fyrir áskrift að hin- um sameiginlega gagnagrunni og jafnframt hvetja þau til kynningar og sölu á kerfinu. Þá var ákveðið að nafn þessa nýja kerfis skyldi vera WorldFengur. Ákveðið var að halda næsta fund í Aberdeen í Skotlandi á bújörð Clive Philips. Á þeim vinnufundi átti að semja drög að samningi um verkefnið milli Bændasamtaka íslands og FEIF. Það má því segja að fund- urinn í Reykjavík hafi verið árangursríkur og gefið tóninn fyr- ir framhaldið. Freyr 1/2002 - 51 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.