Freyr - 01.01.2002, Page 56
Fyrsta námskeið fyrir erienda skýrsluhaldara FEIF í WorldFeng var haldið í
Reykjavík 8.-9. nóvember sl.. Þátttakendur voru frá Noregi, Svíþjóð,
Hollandi, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi og Þýskalandi. Aðalleiðbeinandi
var Jón Baldur Lorange, en hann hafði sér til aðstoðar Hallveigu Fróða-
dóttur og Ingibjörgu Pétursdóttur. Seinni dag námskeiðsins var haldinn
sameiginlegur vinnufundur (workshop) þátttakenda, þar sem hafin var
formleg skráning á gögnum frá hverju landi inni í WorldFeng. Á myndinni
má sjá Jón Baldur leiðbeina nokkrum þátttakenda. (Ljósm Bændablaðið).
Samningsviðræður
Töluverð vinna fór í að ganga
frá samstarfssamningi milli
Bændasamtaka Islands og FEIF.
Einnig þurfti að semja áskriftar-
samning á milli BI og aðildar-
lands FEIF. Þá var brýnt að
ganga frá stöðluðum reglum um
skráningu í WorldFeng, (FIZO
reglum, samþykktum af FEIF ár-
ið 2000), ásamt leiðbeiningum
sem innihéldu atriði sem þurfti
að huga að áður en hægt var að
hefja skráningu í WorldFeng.
I framhaldi af fundinum í
Reykjavík voru haldnir þrír fund-
ir til að ganga frá samningunum
og reglunum.
Næsti fundur var haldinn hjá
Clive Philips í Skotlandi. Þann
fund sátu, auk Clive, Jens Otto
Veje og undirritaður. A fundinum
voru samin drög að samstarfs-
samningi FEIF og BI og áskrift-
arsamningi við aðildarlönd FEIF.
Fundurinn í Skotlandi var árang-
ursríkur. A einum og hálfum degi
tókst að kasta upp drögum að
þessum samningum. Þar var
hvergi slegið af, byrjað að funda
fyrir kl. 8 að morgni og fundað
til miðnættis.
Næsti fundur var haldinn í
Danmörku hjá Jens Otto Veje.
Þann fund sátu, auk okkar
þriggja sem sátu fundinn í Skot-
landi, Ágúst Sigurðsson, hrossa-
ræktarráðunautur, og Lutz
Lesener frá IPZV. Þetta var
helgarfundur og var farið yfir
drögin að samstarfssamningnum
og áskriftarsamningnum og tekin
til umræðu öll þau álitamál sem
upp komu. Nauðsynlegt var að
hafa jafn reyndan samninga-
mann og Clive Philips lögfræð-
ing í þessari vinnu. Enda ber
samstarfssamningurinn við FEIF
þess vitni að lögfræðingur skri-
faði hann. Samningurinn er ít-
arlegur og þar er reynt að taka á
öllum helstu atriðum sem gætu
komið upp í samstarfinu um
WorldFeng. Allur þessi ferill frá
fundinum í Reykjavík og til síð-
asta fundar, sem haldinn var í
Bændahöllinni í Reykjavík, var
oft á tíðum þreytandi enda nauð-
synlegt að fara yfir mörg smá-
atriði. Það var mikilvægt fyrir
BÍ að leggja áherslu á að verið
væri að bjóða íslenska skýrslu-
haldskerfið í fyrstu atrennu og
að ekki væri verið að semja um
viðamikla forritunargerð til við-
bótar við það sem Islendingar
þyrftu á að halda. Ennfremur var
nauðsynlegt að leggja áherslu á
að staðlaðir lyklar sem voru í
Feng fengju að halda sér og að
engar grundvallarbreytingar
væru gerðar á gagnagrunni
Fengs, heldur yrði um útvíkkun
á honum að ræða eins og upp-
haflega var ráð fyrir gert. Þessu
samningaferli lauk síðan í
Reykjavík á fundi sem haldinn
var árið 2000 og þar var gengið
endanlega frá öllum lausum
endum. Þann fund sátu Clive
Philips, Jens Otto Veje og undir-
ritaður. Einnig kom á þann fund
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri BI, til þess að
ræða um ýmis atriði sem þörfn-
uðust frekari skýringar, bæði af
hendi Bændasamtakanna og
FEIF.
| 52-Freyr 1/2002