Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 5

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 5
HJálparorka landbúnaðar - nokkrir áhrifaþættir orkunotkunar næstu árin Inngangur Jarðrækt er virkjun sólarork- unnar og umbreyting hennar í hráefni til fæðis og annarra nota. Til þessa hlutverks þarf landbún- aðurinn hjálparorku á ýmsu formi. Iðnvæðing landbúnaðarins og framleiðsluaukning hans byggðist einkum á tilkomu elds- neytisknúinna aflvéla. Enn er eldsneytið mikilvægt þótt fram- farir hafi orðið í nýtingu þess, reiknaðri í orkueiningum á hverja einingu vélavinnunnar. Stefnur og viðhorf varðandi framleiðsluhætti í landbúnaði hafa tekið breytingum á síðustu áratugum. Áhersla hefur hneigst frá magni til sjónarmiða afurða- gæða og umhverfis. Viðhorf landbúnaðar til hjálpar- orkunnar mótast, rétt eins og ann- arra greina samfélagsins, af nokk- urri tvíhyggju: Að öðru leytinu er hjálparorkan drífandi flestra dag- legra verkþátta, en að hinu leytinu svo sinátt hlutfall heildarkostnað- ar við framleiðsluna, þrátt fyrir allt, að það getur ýtt undir kæru- leysi og lausung í allri umgengni við þessa mikilvægu auðlind1. Orkunotkun- ORKUKOSTNAÐUR Síðasta áratug hafa ekki verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á orkunotkun landbúnaðarins, enda fátt sem hefur hvatt menn til að gefa viðfangsefninu sér- stakan gaum. Árið 1990 virtist svo sem bein orkunotkun ís- lenskra jarð- og búfjárræktarbúa, í lítrum eldsneytis á hektara, næmi um það bil 40% af því sem þá var álitið vera Evrópumeðal- tal. Síðan hefur eldsneytisnotkun íslensku búanna líklega vaxið. Hvað orkukostnaðinn snertir sýnir 1. tafla hver hann er áætlað- ur nú í opinberum verðlags- viðmiðunum stærstu búgrein- anna. Til viðbótar kemur kostnaður vegna annarra orkugjafa, s.s. hitaveitu, en hann er til muna minni en eldsneytiskostnaðurinn á þessum búum. 2. tafla sýnir áætlaða nýtingu þess hluta hjálparorkunnar sem eldsneytið er of breytingar á henni frá 1978. Tölumar endurspegla vaxandi notkun eldsneytisknúinna véla við búvöruframleiðsluna - fram- leiðslan kallar á meiri hjálpar- orku en áður gerðist. FERILORKA - FORÐAORKA Undanfarinn aldarfjórðung hef- ur leiða verið leitað til sanngjams mats á orkunotkun og orkunýt- ingu í landbúnaði. Ymist hafa menn þar byggt á lögmálum eftir Bjarna Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri varmafræði eða vistfræði. Gjarn- an er gerður greinarmunur á forðaorku (fossil fuel) og feril- orku (renewable energy). Veiga- mikill þáttur landbúnaðarstefnu margra vestrænna ríkja, þ.m.t. fs- lands, er að búvöruframleiðslan sé í góðri sátt við umhverfi sitt. Sú stefna ætti því að koma mjög við það hvert hjálparorka búvöm- framleiðslunnar er sótt. Því bæri fremur að hlú að nýtingu feril- orku, svo sem raforku úr vatns- afli og orku úr jarðvarma, en for- 1. tafla. Eldsneyti (díselolía) og raforka í áætluðum framleiðslukostnaði kúa- og sauðfjárbúa3 Kúabú Sauðfjárbú janúar 2001 september 2000 Bústofn 40 kýr með geldneyti 400 vetrarfóðraðar kindur Eldsneyti, lítrar 6833 2535 Eldsneyti, l/ha (áætlað) um 120 um 70 Eldsneyti af framl.kostn. alls, % 1,8 1,9 Rafmagn af framl.kostn. alls, % 1,1 0,5 a Handbók bænda 2001, bls. 158-161. 2. tafla. Nýting eldsneytis: áætlað framleiðslumagn (ærgildia) eftir 1000 lítra eldsneytis 1978 1990 2000b Kúabú 256 150 158 Sauðfjárbú 213 137 165 * eitt ærgildi reiknast vera 174 I mjólkur, eða 18,2 kg kindakjöts. b skv. 1. töflu; tölur hinna áranna eru úr búreikningum. Freyr 2/2002 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.