Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 37

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 37
Tilraunastöðin á Sámsstöðum var stofnuð árið 1927 þegar séð var að Gróðrarstöðin í Reykjavík mundi missa land sitt undir vaxandi byggð og gatnagerð. Áður hafði Páll amtmaður hvatt Sigurð til garðræktar og skógræktarnáms þ.á m. til að læra ræktun trjáplantna og er hann kom frá Noregi haustið 1898 beið hans á vegum amtsins starf við að koma upp fyrstu trjá- ræktarstöðinni á íslandi en land undir hana var þá fengið, innar- lega með fjörunni í landi Akur- eyrar. Nú var strax hafist handa að stofna jarðræktartilraunastöð á Akureyri. Bæjarstjómin gaf 25 dagsláttur lands innst í bænum, beggja vegna Nautagils og á því var reist aðstöðuhús. Byrjað var að ræsa landið og brjóta. Þetta sumar vom settar niður 30 tunnur af útsæðiskartöflum og rófur vom keyptar til fræræktar. Áburðartilraunir vora þá gerðar og byrjað á tilraunum með gras- fræssáningu. Tillög til félagsins námu 1354 krónum og það fékk 500 kr. framlag frá Búnaðarfélagi íslands. Áburðartilraunir hófust á Gróðrarstöðinni þegar fyrsta árið og sömuleiðis tilraunir með sán- ingu grasfræs. Á þessa tvo þætti ræktunar virðist hafa verið lögð hlutfallslega meiri áhersla á Akureyri en gert var framan af í Reykjavíkurstöðinni. Engu að síður var fengist við garðrækt og trjárækt þegar frá upphafi og árið 1908 tók Gróðrarstöðin við Trjá- ræktarstöðinni á Akureyri og átti hana eftir það. Strax á fyrstu ámnum var komið upp svokölluðum aukatil- raunastöðum og vom þær árið 1906 orðnar fimm; á Húsavík, Hólum í Hjaltadal, Sauðárkróki, Æsustöðum í Langadal og á Blönduósi. Fyrir tilstilli Ræktun- arfélags Norðurlands vom á þessum ámm stofnuð þrjú garðyrkjufélög á heitum stöðum; Garð- ræktarfélag Reykhverfinga á Hveravöllum, sem enn er starf- andi, Garðyrkjufélag Reykdæla á Litlu-Laugum og Garðyrkjufélag Seyluhrepps þar sem nú er Varmahlíð. Merkilegast við þessi félög var að þau notfærðu sér heita vatnið á þessum slóðum til að ylja jarðveginn. Það var gert með því að veita því í lokræsum (helluræsum) undir garðlöndin. Þessa aðferð mun Sigurður Sig- urðsson hafa „fundið upp” ungur maður heima á Draflastöðum um eða eftir 1890. Verklegri kennslu í jarðrækt og garðyrkju var haldið uppi á Gróðrarstöðinni og vom nám- skeið haldin hvert vor frá því snemma í maí og fram undir 20. júní. Nemar vom oft um 20. Leiðbeiningar vom svo þriðji meginþáttur í starfsemi Ræktun- arfélags Norðurlands og fóra Tilraunastöðinni á Reykhólum var komið á fót árið 1944 af Tilraunaráði jarðræktar. Freyr 2/2002 - 37 I

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.