Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 20
Búskaparhættir Lífrænn búskapur A Hefðbundinn búskapur Verksmiðjubúskapur «o O) - % '.”n •3 3 n '5 O) > o w E "o O) I- C r Q1 H fi n p -O > “ 2= -K «0 'O o -q OT>s fc" d) ^ E c “ 8 o ■“ CQ “ '5 3 «o (13 C t» *E ■o e « >£,3 § .E «£ - 2 > ‘B 3 ca <i> £ t “£{ fi breytinga á landbúnaðarstefn- unni, a.m.k. í Evrópusambandinu. Þetta kemur einna skýrast fram hjá Renate Kúnast, matvæla- neytenda- og landbúnaðarráð- herra Þýskalands (7). Ut frá þes- sum bakgrunni mun ég fjalla um sauðfjárræktina sem er í raun ein sjálfbærasta búgreinin hér á landi. Verðmætt fjárkyn - VARÐVEISLA ERFÐAAUÐLINDA A alþjóðavettvangi er unnið eftir skuldbindingum Ríósamn- ingsins frá 1992 að skráningu og verndun erfðaauðlinda í búfé. Um árabil hafa Búfjárræktarsam- band Evrópu (EAAP) og Norræni genbankinn fyrir húsdýr (NGH) unnið að þessum málum og nú er Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að gera alheimsátak til að vernda búfjárkyn, stofna og eiginleika (8, 9, 10). íslenskir bændur hafa um aldir ræktað og nytjað ís- lenska sauðfjárkynið sem land- námsmenn fluttu hingað og þeir, sem stýrt hafa opinberu ræktun- arstarfi í góðri samvinnu við bændur um áratuga skeið, hafa dregið fram verðmætustu eigin- leika fjárins án þess að ganga á líffræðilega fjölbreytni, eftir því sem best er vitað. Þótt megin stefnan sé að rækta afurðasamt fé með mikil kjötgæði í samræmi við EUROP kjötmatskerfíð er viðhaldið mikilli fjölbreytni í lit- um og ferhymt fé er til á ýmsum stöðum. Sérstaklega er hugað að ræktun forystufjár, sem er ein- stakt á heimsvísu, og til að renna styrkari stoðum undir það starf var Forystufjárræktarfélag Is- lands stofnað vorið 2000 (11, 12). Það er mjög hvetjandi og tilefni til bjartsýni hve ræktunar- starfið er í miklum blóma því að virk nýting kynsins er besta leið- in til að viðhalda því. Þar kemur til gott samstarf sauðfjárbænda og búvísindamanna, og vaxandi áhugi á íslenska fénu erlendis skapar nýja möguleika, hvort sem verið er að flytja út kynbótafé, sæði eða fósturvísa (13, 14, 15). Við þurfum þó að halda vöku okkar vel í þessum efnum því að íslenska sauðfjárkynið er sannar- lega mikil náttúmauðlind sem hentar sérlega vel til sjálfbærs búskapar. Vert er að minna á að ekki hefur verið mótuð ákveðin stefna um verndun satíðfjár og annarra tegunda búfjár í landinu (10) og því hefur ekki verið gerð verndunaráætlun fyrir kynið. Það verk er orðið brýnt og jafnframt tel ég að endurskoða þurfi þau lagaákvæði sem lúta að innflutn- ingi sauðfjár og annars búfjár. Þannig verði verndunaraðgerðir teknar fastari tökum þegar leitað er eftir innflutningi sem stofnað getur í hættu tilvist hins innlenda kyns. Þá þyrftu að vera tiltæk skýr ákvæði um verndunarmat, sbr. umhverfismat (9). Það er vissulega í anda sjálfbærrar þró- unar að beita slíkum fyrirbyggj- andi aðgerðum. Aðbúnaður, fóðrun og beit Með setningu reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði sauðfjár o.fl. nr. 80/2000 (16) var styrkari stoðum skotið undir eftirlit með sauðfjárbúskap miðað við nútíma búskaparhætti. Þar sem inni- stöðutími er víða langur hér á landi var lögð áhersla á húsvist- arþáttinn og í reglugerð um forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár nr. 86/2000 (17) vom sett- ar fram skýrari reglur um ásetn- ing o.fl. Allt stuðlar þetta að góðri meðferð fjárins og virðingu fyrir velferð þess. Ég tel þó sér- staka ástæðu til að teknar verði til athugunar þær miklu breyting- ar sem orðið hafa á flutningi slát- urfjár á seinni ámm. Líkt og gerst hefur t.d. í Bretlandi hefur slátur- húsum fækkað stórlega, hér úr 58 í 17 á undanförnum 20 ámm. Fyrrum var algengt að flutnings- tími væri aðeins 1-2 klukku- stundir. Þótt flutningatækin séu betri en áður er þetta neikvæð þróun en þó er ástandið trúlega betra en í sumum nágrannalönd- unum. Hér kemur einnig til aukin hætta á útbreiðslu búfjársjúkdó- ma. Vitað er að í Evrópusam- bandinu er á döfinni að leyfður hámarksflutningstími sauðfjár og | 20 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.