Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 31

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 31
að þýða minningabók Guðbrands Erlendssonar, eins bóndans, yfir á ensku og gefa hana út. Þessi bók var gefin út á íslensku árið 1916 í Winnipeg. Einnig er verið að gera myndband um þessa bú- setu og áhugi er á því að þýða bækur Jóhanns Magnúsar Bjarna- sonar yfir á ensku og gefa þær út. En Markland var ekki eina ís- lenska landnámið í Nova Scotia. Níu fjölskyldur, 45 manns, settust að nokkru sunnar við ströndina þar sem heitir Lockport. Það fór fyrir þessu landnámi eins og Marklandi að flestir héldu ferð- inni áfram vestur á bóginn. Ein fjölskylda yfirgaf þó ekki Nova Scotia og afkomendur þessa fólks búa þarna enn. Ættarnafnið Höskuldsson hefur breyst í Husk- ilson. Þó Halifax sé sunnar en París er töluverður munur á loftslagi þar og Evrópumegin Atlantshafs- ins. Meðalhiti kaldasta mánaðar í Halifax er -4,4 °C (meðaltal ár- anna 1930-1960) en meðalhitinn í júlí er 18,7 °C og meðalhiti árs- ins 7 °C. Til samanburðar má nefna að á sama tímabili var meðalhiti kaldasta mánaðar í Reykjavík -0,4 °C og þess hlýj- asta 11,2 °C. Urkoma er þama heldur meiri en í Reykjavík eða 1350 mm á ári, ekki ósvipað því sem gerist fyrir austan fjall. Eg held að loftslagið þarna hafi ver- ið mun heppilegra fyrir íslenska landnema en kuldinn og hitinn í Miðríkjunum, enda segir Erlend- ur Guðbrandsson, einn landne- manna, í endurminningabók sinni frá þessum ámm að hvorki honum né öðmm fjölskyldumeð- limum hafi orðið misdægurt þennan tíma sem þau bjuggu í Marklandi og þakkar hann það loftslaginu. Töluverð grasrækt er stunduð í Nova Scotia þó að loftslagið henti ágætlega til kornræktar. Maís er töluvert ræktaður sem gróffóður í Nova Scotia. Þetta er vegna þess að jarðvegur er víða þéttur í sér og getur verið lengi að þorna eftir rigningar. Sums staðar er hann einnig grýtt- ur. Vegna þessa er mikið gróffóð- ur notað við mjólkurframleiðslu þama lfkt og hér. Elsta ræktunarlandið þama em flæðilönd sem sjór flæddi yfir á flóði, en munur á flóði og fjöm er þama með því mesta sem ger- ist í heiminum og getur orðið 15 m. Þessi svæði voru skóglaus og því freistandi að hefja þar rækt- un. Til að það væri hægt þurfti að hlaða varnargarða og grafa skurði sem em með einstefnulokum, þannig að vatn getur einungis runnið frá þeim til sjávar en ekki inn í þá. Um 17.000 ha af slíku landi eru í Nova Scotia. Árið 1996 vom 4.453 býli í Nova Scotia, auk 432 býla sem eingöngu rækta jólatré, en í Nova Scotia em framleidd u.þ.b. ein milljón jólatrjáa á ári. Auk þess- ara býla, sem eingöngu em með jólatré, rækta margir bændur jóla- tré með öðmm búskap. í Nova Scotia er einnig tölu- verð epla- og gulrótarækt. Þá em þar ræktuð villt bláber í stómm stfl. Á haustin verður bláberja- lyngið rautt á litinn og afar fallegt. Reyndar eru haustlitir trjánna í Nova Scotia mjög fallegir. Þar leika saman rauðir, gulir, brúnir og grænir litir í hin- um ýmsu tilbrigðum. Þá má nefna framleiðslu á sírópi úr syk- urhlyn sem lengi hefur verið stunduð í Austur-Kanada. Sauðfjárrækt er ekki mikilvæg búgrein í Nova Scotia fremur en í öðmm fylkjum Kanada. Oftast eru hún aukabúgrein eða stunduð með annarri vinnu. Eigi að síður eru rúmlega þrjátíu sauðfjárkyn í landinu og í þeim hópi er ís- lenska sauðkindin, sem líkt og mannfólkið og íslenski hesturinn, er byrjuð að nema land í Ameríku. I öllu Norðurlanda- og Evrópu- samstarfi okkar höfum við svolít- ið gleymt þessu landsvæði sem við eigum þó nokkur söguleg tengsl við. En ekki aðeins sögu- leg því að sjósókn og bátasmíði hafa lengi verið mikilvægar atvinnugreinar í Nova Scotia og eins og áður hefur komið fram er þar einnig stunduð töluverð gras- rækt Veturinn getur verið harður fyrir fjölærar plöntur og kal al- gengt vandamál líkt og hér. Freyr 2/2002 - 31 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.