Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2002, Side 36

Freyr - 01.03.2002, Side 36
Framan af árum beindust jarðræktartilraunir mjög að því að finna heppileg- ustu grastegundir og stofna til túnræktar. Hér hafa verið valdar til að kynna á mynd þrjár tegundir; háliðagras, snarrótarpuntur og axhnoðapuntur. heimsótt eins mikið og vænta mátti, en það er nú að aukast. Sveitafólkið ætti að gefa sér tíma til að skreppa þangað þegar það kemur til Reykjavíkur um sumar- tímann, einkum þegar alt er í blóma; ómakið er ekki svo mikið, 10-15 mínútna gangur úr miðjum bænum. Undanfarandi skýrslur bera það með sér hvað þar er helzt að sjá. Mestmegnis eru það nytjaplöntur sem þar eru ræktað- ar, ýmiskonar matjurtir og fóður- jurtir. Lítið er þar um skrautjurtir, þó hefir ekki þótt hlýða að sneiða algjörlega hjá þeim, bæði vegna garðyrkjunemenda, sem þar eru á vorin, og eins vegna þeirra sem koma að sjá. Ofurlítið er þar af ýmsum trjátegundum og blóm- jurtum og þó það sé lítið, þá er það samt segin saga að þangað fara gestirnir fyrst, gefa síður gaum að fóðurjurtunum eða mat- jurtunum“. Gróðrarstöð á Eiðum Verður nú vikið að öðrum „gróðrarstöðvum” sem komið var á fót á þessum sörnu árum. Bún- aðarsamband Austurlands, sem stofnað var árið 1903, lagði grunn að stofnun Gróðrarstöðvar- innar á Eiðum árið 1905 og naut hún styrks bæði úr Landssjóði og frá Búnaðarfélagi Islands. Um þá stöð sá fyrst Benedikt Kristjáns- son, þá ráðunautur og skólastjóri á Eiðum, og síðan Metúsalem Stefánsson, einnig skólastjóri og ráðunautur og síðar ráðunautur Búnaðarfélags Islands og um- sjónarmaður jarðræktartilrauna í Gróðrarstöðinni Reykjavík. Til- raunir á Eiðum voru á sömu svið- um og á hinum stöðvunum, sem þá voru starfræktar hér í Reykja- vík og á Akureyri. Tilraunir voru gerðar á Eiðum til ársins 1917jæn lágu þá niðri til 1921 og að mestu til 1927 að þær voru aftur efldar og stóðu til 1942 að stöðin var alveg lögð niður. Ræktunarfélag Norðurlands Félagið var stofnað á Hólum í Hjaltadal síðvetrar (26. mars) 1903 á bændanámskeiði sem þar var haldið. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn á Akureyri 11. júní sama ár. Stofnendur félags- ins á Hólum voru 46, en mjög ört fjölgaði í félaginu og félagar voru orðnir 659 áður en árinu lauk. Námskeiðið á Hólum, 14.-30. mars með 32 bændum, var fyrsta bændanámskeiðið haldið á Islandi og á fyrsta ári Sigurðar Sigurðssonar sem skóla- stjóra. Sigurður fékk hugmyndina að stofnun félagsins meðan á námskeiðinu stóð og hrinti henni þegar í framkvæmd. A Akureyri átt Sigurður hauk í homi þar sem var Páll Briem amtmaður og var hann kjörinn fyrsti formaður Ræktunarfélags- ins. Sigurður var hins vegar framkvæmdastjóri þess fyrstu árin. Ein af fyrstu sláttuvélunum, sem kom til landsins, var reynd á Gróðrarstöð- inni á Akureyri um 1905. | 36 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.