Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2002, Side 38

Freyr - 01.03.2002, Side 38
Gróðrarstöð var stofnuð á Eiðum árið 1905 og var rekin þar með hléum fram undir 1940. Árið 1947 var stofnuð tilraunastöð á Hafursá í Vaiiahreppi en hún var flutt að Skriðuklaustri í Fljótsdal árið 1949. Myndin er frá Skriðuklaustri. starfsmenn þess hvert ár í leið- beiningaferðir um félagssvæðið. Ræktunarfélag Norðurlands var framan af byggt á aðild einstaklinga þó að einstök búnaðarfélög ættu einnig að því aðild. Árið 1910 var hins vegar ákveðið að gera það að sambandi hreppabúnaðarfélaga í fjórð- ungnum en það tók nokkru ár. Merk saga Ræktunarfélags Norðurlands verður hins vegar ekki rakin nánar hér. SÍÐUSTU ÁR GRÓÐRAR- STÖÐVARINNAR í REYKJAVÍK Árið 1920 verða þáttaskil í til- raunastörfum við Gróðrarstöðina í Reykjavrk. Einar Helgason lætur þá af störfum fyrir Búnað- arfélag íslands og gerðist þá það sem kallað var “garðyrkjustjóri landsins” og var launaður beint af ríkissjóði með sérstakri fjár- veitingu, sem færð var á Garð- yrkjufélag íslands. Það ár koma þeir til starfa hjá Búnaðarfélag- inu; Metúsalem Stefánsson, áður skólastjóri á Eiðum, og Ragnar Ásgeirsson, sem kom þá heim frá garðyrkjunámi og störfum í Dan- mörku. Þeir tóku nú við þeim störfum sem Einar hafði sinnt og var gróðrarstöðvarlandinu skipt, annars vegar til fóðurræktartil- rauna og hins vegar garðyrkjutil- rauna. Metúsalem var falið að sjá um þær fyrrnefndu og að hafa umsjón og eftirlit með öðrum til- raunastöðvum og dreifðum til- raunum sem þá voru stafræktar með tilstyrk Búnaðarfélags Is- lands. Ragnari annaðist garð- yrkjutilraunirnar undir yfírum- sjón Metúsalems. Lægð hafði orðið í tilrauna- starfseminni á stnðsárunum fyrri, en nú urðu fjárráð Búnaðarfélags íslands meiri eftir stríðið og Met- úsalem talar um endurreisn til- raunastarfseminnar í skýrslunni um störfin 1921. Þessi skipan hélst þó ekki nema til ársins 1927 en það ár voru fóðurræktar- og aðrar jarðræktartilraunirnar flutt- ar að Sámsstöðum í Fljótshlíð þar sem Búnaðarfélag Islands kom upp tilraunastöð, sem síðar var lengi landsþekkt. Metúsalem getur fyrst tilrauna með innlenda grasfrærækt árið 1923 er hann reyndi að rækta fræ af háliðagrasi. Þetta var í sam- ræmi við ályktun Búnaðarþings 1921. Árið 1923 var Klemenz Kr. Kristjánsson ráðinn til Búnaðar- félags íslands eftir að hafa lært um grasrækt og grasfrærækt sér- staklega í Danmörku og Noregi. Klemenz fékkst við grasfrærækt og komrækt á stöðinni næstu fjögur árin að hann fluttist austur að Sámsstöðum í Fljótshlíð að byggja þar upp „komyrkju og grasfræræktarstöð Búnaðarfélags íslands” eins og hún var þá nefnd. Búnaðarfélag Islands átti og rak tilraunastöð á Sámsstöð- umtil 1941 að Tilraunaráð jarð- ræktar tók við henni. Garðyrkjutilraunum var svo haldið áfram í Gróðrarstöðinni undir umsjón Ragnars Ásgeirs- sonar næstu árin og hann hélt þar garðyrkjunámskeið til ársins 1932 að hann flyst austur að Laugarvatni og kom þar upp til- raunastöð í samræmi við samning á milli Búnaðarfélags Islands og Héraðsskólans. Þar hélt hann einnig garðyrkjunámskeið. Heita vatnið hefur dregið þessa starf- semi austur á þessum árdögum ylræktar á Islandi. Það er því árið 1932 sem til- raunastarfsemi lýkur hér í Gróðr- arstöðinni. Þá munu enda jarð- ræktartilraunimar, sem í gangi vom og áfram var sinnt þessi fimm ár, hafa runnið sitt skeið. Sjálfsagt hafa landþrengsli vald- ið því að starfsemin var flutt frá Reykjavík enda liðu aðeins fá ár þar til gata var lögð yfir mikið af landi hennar, þ.e. Hringbrautin. Búsáhaldasýning Árið 1921 var Gróðrarstöðin í Reykjavík vettvangur fyrir merk- isatburð í búnaðarsögunni. Þar var haldin „Búsáhaldasýning” Bún- aðarfélags íslands. Til hennar var mjög vandað. Undirbúningur var hafinn þegar árið 1919 og þá leit- | 38 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.