Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Síða 16

Freyr - 01.03.2002, Síða 16
Gistiskálar í Fljótstungu í Hvítársíðu. (Freysmynd). ákveðið þar til þeir fengu þjón- ustu sína greidda. Árangur fundarins var sá að ferðaþjónustubændur fengu greitt fyrir þjónustu sína samkvæmt gengi bandaríkjadollars á hverj- um tíma. Má segja að þessi fund- ur hafi verið fyrsta merki um samstöðu ferðaþjónustubænda sem síðar leiddi til stofnunar samtaka þeirra. Eins og áður segir stóð Flugfé- lag íslands að útgáfu auglýsinga- bæklings um ferðaþjónustubæina. Við sameiningu Flugfélags Is- lands og Loftleiða árið 1973 var þeirri útgáfu hætt og áherslan á ferðaþjónustu á vegum bænda minnkaði. Að vísu birtust auglýs- ingar varðandi hana í nokkrum erlendum bæklingum. Ferðaþjónusta bænda stofnuð í febrúar 1980 voru samtök Ferðaþjónustu bænda stofnuð. Frumkvæðið að stofnuninni áttu Kristleifur Þorsteinsson á Húsa- felli, Eiríkur Eyvindsson á Laug- arvatni og Björn Sigurðsson í Ut- hlíð, í samvinnu við Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfélag Is- lands. Einn helsti tilgangurinn með stofnum samtakanna var að freista þess að koma ferðaþjón- ustu inn í stofnlánakerfi landbún- aðarins. Þetta hafði ekki tekist í byrjun árs 1991 þótt margt annað hafi vissulega áunnist síðan sam- tökin voru stofnuð. Kristleifur Þorsteinsson var fyrsti formaður Ferðaþjónustu bænda. Næstur tók við Björn Sig- urðsson og var Kristinn Jóhanns- son á Kverná eftirmaður hans. Á árunum 1987-1990 gegndi Paul Richardson þessu starfi og árið 1990 var Ingi Tryggvason á Narfastöðum formaður samtak- anna. Árið 1982 var fyrsti starfsmað- ur samtakanna ráðinn, í hálfa stöðu, Oddný Björgvinsdóttir. Þá má segja að skipuleg starfsemi samtakanna hafi hafist fyrir al- vöru. Það var Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands sem stóðu straum af kostnaði við ráðninguna. Starfið fólst fyrst um sinn í almennri atvinnumiðlun fyrir bændur, umsjón með orlofs- vikum bænda og skipulag sumar- dvalar barna í sveit ásamt mál- efnum Ferðaþjónustu bænda. I byrjun var erfitt að fá ferðaþjón- ustu viðurkennda sem fullgilda búgrein. Litið var á hana sem aukabúgrein sem ætti að gefa bændum nokkrar aukatekjur. Ógerlegt var talið að lifa ein- göngu af henni og til eru þeir sem enn eru þeirrar skoðunar. Þó má segja að nokkur árangur hafi náðst í þessu sambandi árið 1987, en í fjárlögum þess árs var gert ráð fyrir launum ráðunautar í ferðaþjónustu. Hlutafélagið Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnað árið 1990, tilgangur þess var að vera rekstr- araðili ferðaskrifstofunnar. Félag- ið er í eigu Félags ferðaþjónustu- bænda, einstakra bænda og starfsfólks skrifstofunnar. Stofn- un hlutafélagsins var talin nauð- synleg vegna þess að vaxandi áhætturekstur ætti ekki heima í rekstarformi hagsmunastarfsemi og að reksturinn væri ólöglegur samkvæmt skipulagi ferðamála. Nauðsynlegt væri að hafa ferða- skrifstofuleyfi. Árið 1983 var skipulagt nám- skeið fyrir ferðaþjónustubændur og í maí sama ár kom fyrsti bæklingur Ferðaþjónustu bænda út. Upplag hans var 4000 eintök á íslensku og 10.000 eintök á ensku. Haustið 1986 voru bændur hvattir til að hugleiða nýsköpun í landbúnaði, þ. á m. ferðaþjón- ustu. E.t.v. einkenndist umfjöllun um ferðaþjónustu af of mikilli bjartsýni þar sem hátt í 100 bændur höfðu samband við skrif- stofu Ferðaþjónustu bænda til að lýsa áhuga sínum á þessari bú- grein. f kjölfarið fylgdi mikið annríki á skrifstofunni og var fastráðnum starfsmönnum fjölgað íþrjá. Stjórn samtakanna mótaði stefnu vorið 1987 sem fól í sér m.a. beina þátttöku í markaðs- og sölustarfsemi. Þetta atriði hefur verið homsteinn starfseminnar síðan. Á þessu tímabili vann skrif- j 16 -Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.