Freyr - 01.03.2002, Page 30
Aðalbygging landbúnaðarháskólans í Nova Scotia. Fánar fylkjanna, sem
hann þjónar, blakta við hún.
jarðvegur. Það fengu íslensku
landnemarnir að reyna þegar þeir
ætluðu að setjast þar að árið
1875. Þá komu þangað 30 - 40
fjölskyldur (200 manns) frá ís-
landi og hófu búskap á áður
ónumdu landi. Þegar landnem-
arnir tóku að fella skóginn kom-
ust þeir að því að enginn jarðveg-
ur var þarna, einungis klöpp.
Þetta varð til þess að fólkið
ákvað að freista gæfunnar annars
staðar og þessi byggð entist því
ekki nema í 7 ár, þá fluttu flestir
vestur til Manitoba, Minnesota,
Norður-Dakota og fleiri staða.
Meðal barna, sem þama ólust
upp, var Jóhann Magnús Bjarna-
son rithöfundur sem m.a. skrifaði
Brasilíufarana. Bækur hans um
Eirík Hansson munu vera frá
uppvaxtarárum hans í Nova
Scotia og sömuleiðis bókin „Vor-
nætur á Elgsheiðum”.
Islensku byggðina kölluðu
landnemamir Markland og bæ-
imir bám íslensk nöfn, t.d.
Grænavatn, Vatnsdalur, Engihlíð
og Laufskógar. Hverjum land-
nema var úthlutað 100 ekxum og
ýmsar kvaðir fylgdu landnáminu.
Þeir þurftu t.d. að fella tré á til-
teknu flatarmáli lands og hefja
ræktun nytjajurta, ennfremur
Uxar voru mikið notaðir til dráttar í Nova Scotia. Enn eru þeir tamdir til
dráttar en fyrst og fremst til ánægju og til að taka þátt í keppni.
þurftu þeir að búa þarna í fimm
ár til að eignast landið.
Löngum hefur sú árátta fylgt
Islendingum að skrifa um ýmsa
atburði líðandi stundar. Margir í
þessum hópi skrifuðu dagbækur
og einn bóndinn gerði manntal á
hverjum bæ árin 1878 og 1879.
Til skamms tíma var þessum
kafla í sögu Nova Scotia lítið
sinnt og fáir vissu af landnámi ís-
lendinga þarna. Skammt frá
Marklandi voru gullnámur og
námubær, Caribou að nafni. ís-
lendingarnir unnu sumir í námun-
um eða seldu afurðir sínar þang-
að. Árið 1932 kom Eleanor Bel-
more til Caribou til að kenna
börnum þar í bæ. Hún frétti af
þessu landnámi Islendinga sem
hafði verið yfirgefið 50 árum áð-
ur og þótti það áhugavert. Elean-
or skrifaði sögu námanna (Cari-
bou Gold Mines, 1865-1990) en
það var ekki fyrr en 1997 sem
hún fór fyrir alvöru að kynna sér
íslenska landnámið. Hún er ekki
af íslenskum ættum heldur kvikn-
aði áhugi hennar eftir að hún
flutti til Caribou og frétti af þess-
ari byggð. Nú eru einungis þrír
íbúar eftir í Caribou og hún er
ein þeirra.
Hún heimsótti Vesturfarasetrið
á Hofsósi árið 1997 og aflaði sér
upplýsinga um fólkið sem fluttist
til Nova Scotia. í júlí árið eftir
var svo stofnað félag til að vinna
að þessu málefni, The Icelandic
Memorial Society of Nova
Scotia. Félagið hefur látið gera
kort af svæðinu þar sem allir bæ-
irnir eru merktir á kortið með
nafni. Ennfremur er búið að
merkja margar rústirnar, sem í
flestum tilfellum eru ekki annað
en grjóthrúgur í skóginum því að
landið er allt skógi vaxið og
engin byggð hefur verið þama
síðan Islendingarnir yfirgáfu
svæðið. Þá er verið að rekja sögu
fólksins sem þarna bjó og búið er
| 30 - Freyr 2/2002