Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 13
Þessi námskeið eru oftast hald- in úti. Heimsóttar eru jarðir, eins eða fleiri þátttakenda, og landið skoðað. Reynt er að finna þá þætti sem helst takmarka nýtingu náttúruauðlinda. Þessar vett- vangsferðir eru ekki bara til þess að færa bóklega hlutann yfir í raunveruleikann heldur hafa þær líka jákvæð áhrif á hópvinnuna. Allir þátttakendur eru að velta fyrir sér og ræða hvernig best væri að stjórna landnýtingu á þessari tilteknu jörð. Mikil áhersla er lögð á að horfa á landið án þess að binda sig við núverandi skipulag þess eins og t.d. girðingar. I huganum og seinna á loftmynd er landinu skipt niður þar sem jarðvegurinn eða landslagið breytist. Best er að stjórna hverju girðingarhólfi á sjálfbæran hátt ef þar er sama jarðvegsgerð og/eða landslag. Þannig er hægt að aðgreina land með mikla framleiðslumöguleika frá rýrara landi. Áætlanagerð og SKIPULAGNING Bændur útvega sér loftmyndir af jörðum sínum, oftast í mæli- kvarðanum 1:5000 til 1:10.000 en það fer eftir stærð og eðli jarða. Loftmyndimar eru yfirleitt í lit og plastaðar. Síðan teikna bændur fyrstu upplýsingamar beint inn á loftmyndina en fleiri upplýsingar, skref fyrir skref, á glæmr sem lagðar em yfir mynd- ina. Upplýsingar um landið eru fyrst skráðar á myndina, m.a. um jarðvegstegundir, jarðvegsrof, vötn og læki, gróðurfar, svæði sem þurfa á vemdun að halda, flóðahættusvæði, svæði þar sem eldhætta er og fleira sem kann að skipta máli. Á fyrstu glæru er jörðin skipu- lögð upp á nýtt eftir þeim upplýs- ingum sem vom teiknaðar inn á Bændur að skipuleggja landnýtingu á Schmidt). myndina. Mikilvægt er að verða ekki fyrir áhrifum af núverandi girðingarstæðum. Einnig þarf að hafa í huga stærð bústofns og ræktunarlands, hvaða áhrif nú- verandi landnýting hefur á land- ið, hvemig best er að skipuleggja búskapinn til að ná eða viðhalda sjálfbæmi, halla lands og hvemig land snýr við sólu, æskilegt girð- ingaskipulag og stærð hólfa, girð- ingartegund og kostnað, drykkj- arvatn og fleira sem kann að skipta máli. Á aðra glæm er núverandi skipulag landnýtingar á búinu teiknað, s.s núverandi girðingar, vegir, slóðar, brýr o.s.frv. Yfirleitt nota bændur eigin kortlagningarlykil. Það hefur reynst betur en stöðluð fræðiorð. Eftir þessi þrjú stig er reiknað út hversu mikið land er áætlað í hverja tegund landnýtingar skv. skipulaginu, svo sem vegna beit- ar eða ræktunar, skógræktar, skjólbelta eða friðunar, land und- ir vegi og slóða, byggingaland o.fl. Næst er nýja skipulagningin borin saman við þá gömlu. Þá er einni jörðinni. (Ljósm. Guðrún mikilvægt að forgangsraða æski- legum aðgerðum, m.a. m.t.t. kostnaðar. Engin áætlun er nokk- urn tíma endanlega tilbúin, hel- dur þarf að endurskoða hana reglulega og ræða hana við fjöl- skyldu, vini, ráðgjafa, nágranna o.fl. Langflestir þátttakendur taka reglulega myndir af vandasömum svæðum til að fylgjast með breyt- ingunum. Lítill hluti af þessum síðustu fjórum námskeiðsdögum er bók- legur en þar er skilgreint hvað þarf að hafa í huga við áætlana- gerð, eins og framtíðarsýn, lykilmarkmið og fram- kvæmdaáætlun. Þrjár lykilspurningar em notað- ar til að aðstoða landeigendur við „rétta“ ákvarðanatöku: Hef ég tíma? Get ég stjórnað þessu ? Skilar það órangri? Svœðisskipulag Ef margir bændur á einu svæði hafa gert búsáætlun er hægt að leggja þessar áætlanir saman, horfa á þær í víðara samhengi og búa til heildstæða svæðisáætlun. í slíkri áætlun verður að taka tillit Freyr 2/2002-13 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.