Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 22

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 22
Þar með er einnig verið að vinna gegn sauðfjárframleiðslu á blönduðum búum sem ég hygg að geti í mörgum tilvikum fram- leitt dilkakjöt með mjög hag- kvæmum hætti. Sömuleiðis er með þessari ráðstöfun verið að torvelda aðlögun að lífrænum sauðfjárbúskap sem er auðveldust á litlum og miðlungs stórum fjár- búum (23). Reyndar er það um- hugsunarefni að sjálfbærasta forms sauðfjárræktar skuli hvergi vera getið í sauðfjársamningi og reglugerð úr því að á annað borð var farið að tengja jöfnunar- greiðslur gæðastýringu. Þar með hefur ekki enn verið tekin upp sú stefna að veita líklegum vaxtar- broddi, lífrænni sauðfjárrækt, að- lögunarstuðning líkt og gert er í nágrannalöndum okkar (24, 25). Þó hefur verið nokkur stuðningur við endurræktun lands, vegna að- lögunar að lífrænum búskap, frá og með 1999, skv. búnaðarlaga- samningi (26). Annað dæmi um mismunun eftir bústærð eru það skilyrði til aðildar að félögum sauðfjárbænda að fullgildir fé- lagsmenn skuli eiga minnst 50 vetrarfóðraðar kindur. Smáfjár- bændur á lögbýlum mega þó vera aukafélagar án atkvæðisréttar. Þegar Landssamtök sauðfjár- bænda voru stofnuð 1985 voru sauðfjárbændafélögin opin öllum fjárbændum án skilyrða. Sú skip- an hélst til 1997. Ástæða þess að ég vík að þessum málum hér er að fækkun sauðfjárbænda sem slík getur reynst skaðleg aðgerð þegar til lengri tíma er litið vegna neikvæðra félagslegra áhrifa á viðhald sveitabyggðar og þar með á sjálfbæra þróun. Allir fjár- bændur taka þátt í göngum og réttum á haustin og við þá félags- legu framkvæmd munar um hvern og einn, einkum þar sem smala þarf stóra afrétti eða upp- rekstrarheimalönd, sem jafnvel tekur nokkra daga. Nú þegar eru farin að koma upp vandamál við smalamennskur og fjárskil vegna mannfæðar í sumum sveitum. Víst má bregðast við, t.d. með uppsetningu rafgirðinga og þjálf- um fjárhunda, og í framtíðinni verður hugsanlega hægt að beita rafeindatækni með hjálp gervi- tungla til að spara girðingakostn- að og auðvelda gæslu fjár á sum- arbeit (27). Það stríðir aðjijálf- sögðu ekki gegn sjálfbærri þróun að stækka fjárbúin svo fremi að beitilönd verði nýtt í samræmi við landgæði og búin verði ekki háðari notkun tilbúins áburðar og lyfja. Þó er hætt við ójafnari dreifingu álagsins og óhagkvæm- ari nýtingu beitilanda á lands- grundvelli og svo mikið gæti bú- um fækkað í sumum sveitum landsins að félagslegir fremur en hagrænir þættir yrðu takmarkandi á áframhaldandi sauðfjárbúskap og búsetu almennt. Þar við bætist sú þróun að fjallskilakostnaður leggist í vaxandi mæli á fjár- bændur eina. Enn er hollur HEIMAFENGINN BAGGI Á seinni árum hefur mikið ver- ið fjallað um áhrif óheftrar mark- aðshyggju á landbúnað og sveita- byggðir (28). Fræðimenn og áhugafólk um umhverfismál benda nú í vaxandi mæli á að sjálfbær þróun getur ekki dafnað ef heimsvæðing í viðskiptum, nú undir forystu Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO), heldur áfram að kynda undir stækkun borga, verksmiðjuvæðingu land- búnaðar og hrörnun hefðbundins sveitabúskapar. Umhverfisáhrifin eru gífurleg, t.d. frá flutningi fóð- urs og matvæla, m.a. vegna út- blásturs gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra áhrifa á ozonlagið. Sem dæmi má nefna að í Bret- landi var hvert tonn matvæla flutt 123 km að meðaltali 2001 en sambærileg tala var 82 km 1978. Þá eru Bretar að flytja bæði inn og út verulegt magn kindakjöts og svipað gildir um fleiri teg- undir matvæla (29). Til dæmis má reikna með að útblástur gróð- urhúsalofttegunda og orkunotkun við flutninga aukist hér á landi vegna stórfelldrar fækkunar slát- urhúsa og mun lengri flutninga sláturfjár en áður tíðkaðist. Eitt- hvað dregur það úr sjálfbærni sauðfjárræktarinnar en þetta telst I 22 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.