Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2002, Page 33

Freyr - 01.03.2002, Page 33
stunda hér komrækt, sem þá hefði leitt til þess að menn lærðu jarðvinnslu, var svo gerð með stofnun Islenska akuryrkjufélags- ins 1770, sem þó starfaði aðeins í sjö ár. Tilraunir sr. Bjöms Halldórs- sonar í Sauðlauksdal til marghátt- aðrar ræktunar, einkum garðrækt- ar, en einnig kornræktar og svo landgræðslu bera á margan hátt af öðm sem gert var á 18. öld. Þær hóf hann árið 1754 og um tíu ámm síðar skilaði hann um þær skýrslu: „Korte Beretninger om nogle forsög, til Landvæsen- ets og især Havedyrkningens Forbedring i Islande”, sem telja verður fyrstu tilraunaskýrsluna um jarðræktartilraunir á íslandi. Fleiri mætti hér nefna til sögu svo sem Magnús Ketilsson sýslu- mann í Búðardal á Skarðsströnd, sem ýmislegt reyndi fyrir sér í jarðrækt, sem og öðm, og vann til verðlauna fyrir ritgerð um sáð- tegundir, er Danska landbúnaðar- félagið gaf fyrirheit um 1774. Einnig Skúla Magnússon landfó- geta, móðurbróður Magnúsar, sem margt reyndi í ræktunarmál- um í Viðey. Af ritgerð Magnúsar þótti stjórn Landbúnaðarfélagsins mega ráða „að ræktun ýmissa rófnategunda mundi, eins og á stóð, einna hentugust alþýðu á Is- landi til framdráttar.” Það hét nú (1780) verðlaunum fyrir rófna- rækt - en hafði áður bæði sent kartöfluútsæði til landsins og heitið verðlaunum fyrir ræktun þeirra. Frægjafir Landbúnaðarfé- lagsins á þessum árum og fram á nítjándu öldina ýttu vemlega undir garðrækt, þannig að fram eftir nítjándu öldinni munaði verulega um hana og var hún reyndar fyrsti verulegi vísirinn að búnaðarframförum. Túnræktinni miðaði þó nokk- uð, einkum frá því um 1840, en hún var þá og allt fram yfir alda- mótin 1900 bundin við þúfna- sléttun, sem m.a. má sjá af því að um 1840 beitti Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag sér fyrir uppfinningu undirristuspaðans og hafði hann til sölu. Plægingar vom enn litlar um aldamótin 1900, en plógar þó farnir að breiðast út, einkum frá Búnaðarskólanum í Ólafsdal, smíðsgripir Torfa Bjamasonar og námssveina hans. Enn mætti nefna ýmsar tilraun- ir sem Schierbeck landlæknir gerði eftir að hann kom hingað til lands 1882 og stofnaði Hið ís- lenska garðyrkjufélag 1885. Þannig var því ástatt laust fyrir aldamótin 1900 en þá fara hlut- irnir að gerast með auknum hraða. Aðdragandi að stofnun TILRAUNASTÖÐVAR Búnaðarfélagi Suðuramtsins var breytt í landsfélag á aðalfundi þess 5. júní 1899 og efnt var til Búnaðarþings strax næstu daga. Stofnun gróðurstöðvar kom þá þegar til umræðu. Þá sat Alþingi að störfum og beint samband var á milli þinganna. Vitað var um að aukinna fjárveitinga mætti vænta til starfsemi Búnaðarfélags ís- lands. Tvennt var þá efst á blaði, kennsla í mjólkurmeðferð, sem varð að veruleika með stofnun mjólkurskóla Búnaðarfélags ís- lands, fyrst á Hvanneyri og síðar á Hvítárvöllum, til hans fengust kr. 2000 á fjárlögum fyrir árið 1900 og kr. 1500 fyrir árið 1901, og svo stofnun „gróðrartilrauna- stöðvar” eins og hún var þá nefnd. í grein um „landbúnaðinn á síðasta þingi” (1899) í Búnaðar- ritinu 1900 segir Þórhallur Bjamarson, síðar biskup, stjórn- armaður í Búnaðarfélagi íslands: „Gróðrar tilraunastöðin átti miklu örðugra uppdráttar en Bautasteinn, sem afhjúpaður var á samkomunni. Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Reykjavíkurborg létu reisa steininn. Þór Sigmunds- son steinsmiður gerði steininn og stéttina kringum hann. Þar er letrað: “Brauð veitir sonum móður- moldina frjóa”, úr Aldamótaljóði Hannesar Hafstein. (Ljósm. Sigríðar Dalmannsdóttur). mjólkurmeðferðarkennslan; það var að eins sterk trú og ömggt fylgi fáeinna þingmanna, sem hafði fram þessa litlu fjárveitingu 2000 kr. fyrra árið og 1500 kr. síðara árið. Það er óhugsandi, að fá aukna og verklega þekking í jarðræktinni án tilrauna. Enginn af búnaðarskólunum hefur tæki til þess. Það þarf bæði alveg sjer- lega þekkingu til tilraunanna, og þær kosta mikið fje. Hjer á landi er slíkt ókunnugt, nema hvað Schierbeck landlæknir gjörði nokkrar tilraunir einkum með garðávexti”. Hann ræðir frekar um nauðsyn á tilraunum og vitnar í hvað gerst hafi erlendis þar sem stöðugt rísi tilraunastöðvar með fjölþættu verksviðum. (Fyrsta tilraunastöð- Freyr 2/2002 - 33 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.