Freyr - 01.03.2002, Page 21
annars búfjár verði 8 klukkust-
undir. Hér á landi er það mikill
kostur og stuðlar að bættri vel-
ferð að fé er ekki flutt á markaði,
aðeins beint til slátrunar frá upp-
runabúi. Hvað vetrarfóðrið varðar
má reikna með að áfram verði
treyst sem mest á vel verkað
gróffóður og litla notkun innflutts
fóðurbætis, mjög í anda sjálf-
bærrar þróunar, nema farið verði
að nota meiri tilbúinn áburð á
hvern hektara túns og/eða flytja
allan tilbúinn áburð inn frá út-
löndum. Vissulega myndi aðlög-
un að lífrænum sauðfjárbúskap
vera mjög jákvæð að þessu leyti
þótt ekki væri nema á hluta bú-
anna (18). Hvað beitina varðar er
ljóst að meðferð beitilanda fer
víðast hvar batnandi. Hófleg beit
á góðan úthaga er sjálfbær og
miðað við þann ræktunarbúskap,
sem hér hefur verið að þróast um
áratuga skeið, ásamt uppgræðslu-
starfi ýmiss konar, má ætla að
sauðfjárræktin verði stunduð í
góðri sátt við náttúru og um-
hverfi. Landnýtingarþáttur vænt-
anlegrar gæðastýringar getur
hraðað þessari þróun og þannig
stuðlað að sjálfbærni, einkum ef
jafnhliða verður unnið markvisst
að landbótaverkefnum eftir því
sem verndun gróðurs og jarðvegs
krefst. Ég tel þó að gefa verði
a.m.k. 10 ára aðlögunartíma til að
koma beitarháttum í sjálfbært
form, sé þeim ábótavant. Hug-
takið sjálfbær þróun gefur til
kynna að umbætur séu gerðar í
áföngum, breytingar verði til
vistvænni búskaparhátta, líkt og
aðlögun í lífrænum sauðfjárbú-
skap (18). Jákvæð áhrif gæða-
stýringar geta snúist upp í and-
hverfu sína ef hún veldur sem
slík verulegri fækkun sauðfjár-
bænda því að þá fer hinn félags-
legi þáttur að verða afgerandi.
Hugleiðum það nánar.
Ær á garða. (Freysmynd).
Búskaparhættir
OG BYGGÐAMÁL
Stöðug fækkun bænda, sérstak-
lega þeirra sem stunda sauðfjár-
rækt, og samþjöppun búskapar
leiðir óhjákvæmilega til byggða-
röskunar. Sú röskun snertir bæði
dreifbýli og þéttbýli og stríðir
gegn öllum þáttum sjálfbærrar
þróunar, a.m.k. þegar til lengri
tíma er litið. Stórborgir sem um
áratuga eða alda skeið hafa dreg-
ið til sín fólkið úr sveitunum eru
víða orðnar mjög ósjálfbærar og
viðkvæmar fyrir hvers konar ytri
áhrifum og áföllum. Þó er varið
miklum fjármunum til að gera
þær aðlaðandi og öruggari, tekist
er á við förgun sorps og skólps,
jafnvel stuðlað að ræktun gróðurs
til fegrunar og nytja í þeim til-
gangi að gera þær sjálfbærari og
vistlegri til búsetu (19, 20). Sé
litið raunsætt á þróunina hér á
landi má sjá að sambærilegar
breytingar urðu í ýmsum ná-
grannalöndum okkar fyrir nokkr-
um áratugum. Með öðrum orðum
þá getum við lært sitthvað af
reynslu annarra og eigum hægara
en ella með að fikra okkur eftir
sjálfbæru brautinni. Þótt ég sé
einkum að fjalla um sauðfjár-
ræktina er ljóst að hún er aðeins
einn af mörgum þáttum sjálfbær-
ari þróunar, að vísu mjög veiga-
mikill í mörgum sveitum lands-
ins.
Færri bændur
- ERFIÐARI FJALLSKIL
Hin opinbera stefna hefur verið
svipuð í sauðfjárrækt og öðrum
búgreinum, að stækka búin, gera
þau sérhæfðari og fækka bænd-
um. Þetta kemur m.a. fram í
sauðfjársamningi Bændasamtaka
íslands og Ríkisstjómar Islands
frá 2000 (21) og í reglugerð um
greiðslumark sauðfjár o.fl. nr.
19/2001 sem gilda skal til 2007
(22). Með ákvæðum um jöfnun-
argreiðslur er m.a. stefnt mark-
visst að fækkun eða útrýmingu
lítilla fjárbúa því að í upphafi 15.
gr. reglugerðarinnar, sem er sam-
hljóða sauðfjársamningnum,
segir:
„Jöfnunargreiðslur greiðast til
framleiðenda á lögbýlum sem
skiluðu árlega í afurðastöð að
reiknuðu meðaltali meira en
1.250 kg dilkakjöts á árunum
1997, 1998 og 1999“.
Freyr 2/2002 - 2ll