Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2002, Side 10

Freyr - 01.03.2002, Side 10
I vettvangsferðum er landið skoðað og reynt er að finna þá þætti sem helst eru takmarkandi fyrir nýtingu náttúruauðlinda. og staðreynda hafa Ástralir kom- ið á fót öflugri grasrótarhreyfingu sem vinnur að því að bæta um- hverfið, vernda og endurheimta náttúrulegar auðlindir og stuðla að sjálfbærri þróun. Hreyfingin nefnist „Landcare" og er ríkisá- tak og samvinnuverkefni um alla Ástralíu. Hún er samsett úr sjálf- stætt starfandi hópum sem hver um sig vinnur að þeim verkefn- um sem þeir sjálfir telja mikil- vægust á svæði sínu. Fyrsti hóp- urinn varð til 1986 í Viktoríu fylki. Síðan hefur „Landcare“ náð gríðarlegri útbreiðslu. Nú eru yfir 4500 slíkir hópar í Ástralíu og í þeim starfar þriðji hver bóndi. Nokkur hundruð hópar starfa í þorpum og borgum. Allir geta tekið þátt í „Land- care“ hópi, ungir og gamlir, karl- ar og konur, sveitafólk og borgar- búar. Hreyfingin gætir jafnréttis, ákvarðanir eru lýðræðislegar og staðkunnáttu einstaklinga er met- in að verðleikum. Dæmi um við- fangsefni bænda er að koma á eða viðhalda sjálfbærum búskap- arháttum, leysa vandamál, s.s. vegna jarðvegsseltu eða jarðvegs- hnignunar, og stuðla að auknum líffræðilegum fjölbreytileika. í sjávarþorpum vinna íbúar t.d. að því að vernda strandsvæði sitt. Skólanemar vinna víða að þvf að rannsaka vatnakerfi og áhrif manna á þau og leysa vandamál sem fyrir hendi eru. Hóparnir starfa óháðir en geta fengið ráðgjöf og tæknilegan stuðning frá ríkisstofnunum og sótt um fjárhagslegan stuðning fyrir verkefni sín í ýmsa sjóði sem ríkið, stofnanir eða fyrirtæki standa fyrir. Sveitarfélögin sjá um daglegan rekstur „Landcare“ hópanna og ráða starfsmann sem vinnur með þeim. Hann hefur það hlutverk að leiðbeina, hvetja og samræma aðgerðir. Hver leið- beinandi getur þjónað mörgum hópum. Eins og víða annars staðar flytja árlega margir Ástralir frá landsbyggðinni í stórar borgir. Tilvera „Landcare“ styrkir sveitir með hinni öflugu hópstarfsemi sinni. Algengt er að eftir sameig- inlega vinnulotu við landvernd sé setið saman og spjallað. „Landcare" nýtur velvildar hjá stjórnvöldum og meðal almenn- ings um alla Ástralíu. Almennt er viðurkennt að hreyfingin hafi styrkt grasrótina, breytt viðhorfi Ástrala til ásýndar lands síns og hvatt þá til dáða við verndun og endurheimt náttúrulegra auðlinda. Landnýtingar- og BÚSÁÆTLANAGERÐ - (PROPERTY Management Planning) í Nýju Suður Wales (NSW) hefur verið unnið að gerð land- nýtingaráætlana í um 40 ár. Fyrst sá systurstofnunin Landgræðslu ríkisins um að vinna áætlanir fyr- ir bændur. Þessar áætlanir voru frekar lítið notaðar þar sem þær voru oft unnar án samráðs við viðkomandi landeigendur. Árið 1989 var ákveðið að breyta vinnulagi við gerð land- nýtingaráætlana og auka sam- vinnu við landeigendur. Þetta nýja verkefni varð fljótt vinsælt meðal bænda þó að þeir þyrftu að leggja í töluverðan kostnað (fyrst u.þ.b. 12.500 ísl. kr. sfðar 50.000 -100.000 ísl. kr. fyrir hverja jörð). Einn starfsmaður var að meðaltali í einn mánuð að vinna að áætlun fyrir hvert bú. Samt vildu það margir landeigendur eignast landnýtingaráætlun að engan veginn var hægt að anna eftirspurn. I reynd byggðist þetta verkefni við gerð landnýtingaráætlana fyrst og fremst á starfi opinberra stofnana, og það var bæði tíma- frekt og dýrt. Það versta við þetta fyrirkomulag var þó að margir landeigendur voru ósammála nið- urstöðunum, og fóru þar af leið- andi ekki eftir gerðum áætlunum. Þetta voru ekki þeirra hugmyndir, ekki þeirra áætlun. Vegna þessa ákvað ríkisstjómin að breyta fyrirkomulagi verkefn- isins eftir sex ára mótunarferli. Búið var til nýtt verkefni sem fékk nafnið „Property Manage- ment Planning" um alla Ástralíu. Þó að verkefnið ætti að vera það sama í hverju fylki hefur það þróast á mismunandi hátt og heit- j 10-Freyr 2/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.