Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 27
hafa verið að ryðja sér til rúms hérlendis og erlendis. Einn slíkur hérlendis er um www.kauptorg.is. Islenskir bændur geta lært margt af grönnum sínum svo sem í Noregi. Bændasamtök eða félög tengd bændum þar í landi hafa verið ötul við að koma upp- lýsingum um sig og þjónustu sína á netið og má þar nefna vefinn www.landbruk.no sem geymir upplýsingar og tengla um flest sem snertir norskan landbúnað. Þá má nefna bændagátt á slóðinni www.bondeweb.no, þar sem finna má fréttir, upplýsingar um nýjungar og ýmsar vinsælar markaðsvörur. Skýrsluhald BÍ á netinu Að síðustu en ekki síst má nefna að Bændasamtökin hafa unnið að því á undanfömum ár- um að koma skýrsluhaldskerfum sínum á netið. Enn er mikið verk fyrir höndum á þeim efn- um en í dag geta hrossaræktend- ur fengið beinan aðgang á net- inu að skýrsluhaldskerfi BÍ í hrossarækt, á slóðinni www.worldfengur.com. Naut- gripabændur geta notað forritið ÍSKIJ en það er skýrsluhaldsfor- rit fyrir kúabændur sem tengist netinu óbeint, þannig að gögn úr miðlægu skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt eru sótt í gegnum Internetið og einnig send í gegn- um það frá bóndanum. Á þessu ári verður síðan unnið áfram að gerð skýrsluhaldskerfis í sauð- fjárrækt á netinu. í fyrstunni er ætlunin að kerfið verði einungis á netinu og þar er byggt á þeirri frómu ósk að Landssíminn stan- di sig í uppbyggingu og alþjón- ustu um allt land. Þannig munu sauðfjárbændur geta sótt upplýs- ingar um fjárrækt sína beint á netinu og munu geta skráð upp- lýsingar þar beint og milliliða- laust. Á þessu ári er einnig ætl- Vefur Bændasamtaka íslands, www.bondi.is unin að koma hluta af gagna- grunni nautgriparæktarinnar á netið þannig að kúabændur geti flett upp ætternisupplýsingum þar beint ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, svo sem kynbóta- mati. Frjótæknar geta nú skráð allar sæðingar á netinu, sem skila sér sjálfvirkt til bænda í ISKU. Áburðarsölur munu einn- ig skrá upplýsingar um áburðar- verð og tegundir á netinu, sem uppfærir upplýsingar sjálfvirkt hjá bændunum, sem eru með Jarðræktarforritið NPK. Á síðasta ári hófst tilraunaverk- efni Evrópusambandsins á upp- byggingu á svonefndu EuroVet en það er kerfi sem Evrópusam- bandið hefur verið að byggja upp á undanfömum árum til þess að halda utan um flutninga og sjúk- dóma búfjár svo að grípa megi inn í með ákveðnum og mark- vissum hætti ef sjúkdómar kynnu að koma upp. Verkefnisstjóm þessa verkefnis, EuroVet, ákvað að leita til Embættis yfirdýra- læknis hér á landi um samstarf um tilraun á skráningu sjúkdóma fyrir sauðfé og nautgripi á íslandi þegar á þessu ári. Bændasamtök- in, dýralæknar, yfirdýralæknir og Bsb. Suðurlands vinna nú að þessu tilraunaverkefni sameigin- lega. Ætlunin er að EuroVet teng- ist núverandi gagnagmnnum Bændasamtaka Islands, þannig að ekki verði um tvíverknað og tví- skráningu að ræða að neinu leyti. Hvernig á að tengjast Internetinu? Nokkrar leiðir em mögulegar til að tengjast Internetinu. Ein- faldasta og ódýrasta leiðin er tenging með mótaldi. 56 K mót- ald er nú staðal- útbúnaður í öll- Freyr 2/2002 - 27 I

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.