Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2002, Qupperneq 14

Freyr - 01.03.2002, Qupperneq 14
til óska og þarfa sveitarfélagsins og annarra íbúa á svæðinu. Ísland: Vangaveltur um framhaldið Þó að margt sé ólíkt í áströlsk- um og íslenskum landbúnaði eru þó ákveðnar hliðstæður í starfi íslenskra og ástralskra bænda. Bændur bera ábyrgð á landnýt- ingu á jörðum sínum. Sú hug- myndafræði, sem býr að baki nálgun Astrala í búsáætlanagerð, skilar árangri. Eins hefur reynsl- an af verkefninu „Betra bú“ hér á landi sýnt að það verkefni er á réttri braut. „Betra bú“ byggir á ástralskri fyrirmynd. Astralska verkefnið hentar vel til þess að fá heildasýn yfir við- komandi bú, til að sjá samhengi allra þátta búskaparins og þess vistkerfis, sem byggt er á, til þess að forgangsraða framkvæmdum og skipuleggja daglegan rekstur til lengri og skemmri tíma litið. Verkefnið er sveigjanlegt svo að hægt er að aðlaga það að óskum Molar Landbúnaðarpólitík ESB UNDIR SMÁSJÁ Embættismannaráð ESB hefur látið fara fram skoðanakönnun meðal almen- nings í löndum sambandsins á landbúnaði þess. Af niðurstöðunum vekur mesta at- hygli að aðeins 37,2% að- spurðra telja að búvörufram- leiðsla innan ESB bjóða fram heilbrigðar og öruggar matvörur. Fyrir ári treysti meira en helmingur íbúa ESB á hollustu matvælanna. í millitíðinni hefur hins vegar geisað bæði gin- og klaufaveikisfaraldur og kúariðu- faraldur. Skoðanakannanir sem þessar og þörfum hvers og eins. Það eru ábúendur sem velta því fyrir sér hvernig þeir vilja að landið þeirra líti út eftir 10, 20 eða 40 ár. Hvaða atriðum þarf að gefa mest- an gaum og leggja mesta áherslu á? Eru landkostir í samræmi við búskaparhætti, t.d. stærð bú- stofns? Þarf að stöðva jarðvegs- rof og bæta landið? Hvaða þættir eru takmarkandi við nýtingu landsins? Er hægt að hafa áhrif á þá? Er hægt að bæta tekjur bús- ins með breyttri landnýtingu? Þetta er aðeins hluti af þeim spurningum sem hver og einn getur fengið svar við með því að fara í gegnum áætlanaferlið. Sjálft ferlið við áætlanagerðina er mjög mikilvægt vegna þeirra hugmynda, sem kvikna við þessa vinnu, og í raun mikilvægara en sjálf áætlunin. Það er mat okkar að full þörf sé á þróun svipaðs verkefnis hér á landi. í góðri samvinnu gæti verkefnið einnig bætt nýtingu á opinberu fjármagni og mannafla í eru gerðar reglubundið og kallast Eurobarometer. Síðasta könnunin sýnir m.a. hvað ney- tendur leggja mesta áherslu á varðandi þessi mál: * Heilbrigð og örugg matvæli, 90%. * Virðing fyrir umhverfinu, 89%. * Tryggja bændum tekjur, 77%. Traust á stefnunni er hins vegar lítið: * 37 % telja matvæli heilbrigð og örugg. * 41 % telja að landbúnaðurinn virði umhverfið. * 29% eru ánægð með tekjur bænda. (Bondevennen nr. 5/2002). landbúnaðargeiranum. Það er von okkar að formlegt samstarf um landnýtingar- og búsáætlanagerð geti hafist sem fyrst. Það þarf að aðlaga þetta verkefnið leiðbein- ingakerfi, verkefnum og reynslu sem til eru og síðast en ekki síst íslenskum aðstæðum. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á samstarf allra þeirra að- ila sem unnið hafa að verkefnum sem gætu nýst í þessu samhengi, (Búnaðarsambönd (Sómi, Sunna, Betri Bú, rekstrarráðgjöf fyrir bændur o.fl.), Landgræðsla ríkis- ins (Betra bú, Bændur græða landið), Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, RALA, landshluta- bundin skógræktarverkefni, Fegurri sveitir o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að sama námsefnið um búsáætlanagerð verði kennt á námskeiðum fyrir alla landnot- endur og fyrir nemendur í land- búnaðarfræðum. Landbætur verða ekki gerðar við skrifborð inni á stofnun. Framlag bænda og fjölskyldna þeirra er lykillinn að því að markmiðið um sjálfbæra landnýt- ingu náist á viðkomandi jörð. Við teljum að sú nálgun sem hér hef- ur verið lýst, með aðlögun að ís- lenskum aðstæðum, geti verið öflugur farvegur í átt að sjálf- bærri landnýtingu á Islandi og að í þeim felist sóknarfæri fyrir ís- lenskan landbúnað. Að lokum Kynnis- og starfsþjálfunarferð okkar til Astralíu var vel heppn- uð og viljum við þakka öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd hennar og þá fyrst og fremst Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Starfsmennt- unarsjóður Bandalags háskóla- manna styrktu ferðina og kunn- um við þeim bestu þakkir fyrir. | 14-Freyr 2/2002

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.