Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 11
Þessar myndir sýna ástand lands fyrir og eftir landbótaaðgerðir. Hér hefur einn ,,Landcare" hópur unnið sameigin- iega að því að stöðva rofið og græða upp. (Ljósm. Department of Natural Resources and Environment in Victoria). ir mismunandi nöfnum. í NSW heitir það „Farming for the Future“, eða „Landbúnaður fram- tíðarinnar". Hugmyndin að nýja verkefninu var ekki eingöngu að minnka kostnað og vinnuálag, heldur einnig að auka árangur og gildi verkefnisins með því að leiðbeina landeigendum við að gera eigin áætlanir. Með þessari nálgun, sem er sambærileg hugmynda- fræði „Landcare“, eignuðust landeigendur eigin áætlun sem lfklegt var að kæmist til fram- kvæmda. Verkefnið var einnig víkkað út frá því að snúast ein- göngu um landnýtingaráætlanir í það að ná einnig yfir áætlanir um fjárhag og starfskrafta. Þetta verkefni um skipulag á nýtingu bújarða er fjármagnað úr sérstökum sjóði ríkisins, „Natural Heritage Trust“. Sjóðurinn var myndaður við sölu á hlutabréfum við einkavæðingu ástralska ríkis- símafyrirtækisins. Bændur fá yfirleitt enga beina styrki til að gera búsáætlun. Hins vegar opnar slík vinna möguleika á fjárhagslegri fyrirgreiðslu. Þetta á m.a.við um girðingarstyrki til að girða af svæði með mjög lágt beitarþol frá samliggjandi svæð- um með hærra beitarþol. Sama gildir um skattaívilnanir og möguleika á lánum ef hægt er að leggja fram vel unna áætlun. Bændurnir skilja vel hversu mik- ilvægt tæki búsáætlun getur ver- ið. Þeir setja sér ákveðin mark- mið og varða leiðina til að ná þeim. Tilvera „Landcare" hópa hefur undirbúið jarðveginn hjá áströlskum bændum. Þar sem bændur gerðu sér grein fyrir stað- bundnum vandamálum var yfir- leitt auðveldara að vinna að lausnum á þeim. Oft taka bændur úr sama „Landcare“ hópi sig saman um að biðja um námskeið um gerð landnýtingar- og bús- áætlana. „Landbúnaður framtíðarinnar“ í Nýju Suður Wales („Farming for the Future") Að baki þessa verkefnis standa fjórar stofnanir: „Department of Land and Water Conservation“ (systurstofnun Landgræðslu ríkis- ins), „NSW Agriculture" (sam- svarar RALA og búnaðarsam- böndunum), „National Parks and Wildlife Service“ (systurstofnun Náttúruvemdar ríkisins) og „NSW Farmers" (Bændasamtökin). Verkefnið „Landbúnaður fram- tíðarinnar“ er byggt upp þannig að haldin eru námskeið fyrir bændur þar sem þeim er kennt að gera áætlanir sínar sjálfir. Til að komast í gegnum allt vinnuferlið em haldin átta námskeið fyrir hvem hóp. Það tekur að lágmarki þrjá mánuði að komast í gegnum öll námskeiðin en algengt er að hópamir ljúki þeim á heilu ári. Oftast hafa bændur af ákveðnu svæði myndað hóp saman, frá 6- 20 býlum, og fá síðan leiðbein- enda til að halda námskeið. Það er auðveldara að vinna með bændum af samliggjandi jörðum, þar sem vandamál á einni jörð getur haft áhrif á nærliggjandi svæði. Með þessum hætti er hægt að leysa vandamálið í heild en ekki bara að færa það til. Lögð er mikil áhersla á að sem flestir fjölskyldumeðlimir af hverri jörð taki virkan þátt í áætl- anagerðinni. Hver og einn í fjöl- skyldunni á að vera meðvitaður um það hvað er að gerast á jörð- inni og byggð er upp sameiginleg framtíðasýn. Markmið námskeiðanna er að byggja upp þekkingu og skilning hjá bændum, sem síðan hafi já- kvæð áhrif á stjórn búanna. Verk- efnið er tæki til að aðstoða bænd- ur við að ná eða viðhalda sjálf- bæmi í búskap, skilja hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir em, og varða leiðina að betra ástandi og settum markmiðum. Megin áhersla námskeiðanna er á að „lækna sjúkdóminn“, sé hann fyrir hendi, og þar með orsökina frekar en að meðhöndla einken- nin. Sama áhersla er á það hvers vegna hlutimir gerast, frekar en hvernig. Freyr 2/2002-11 j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.