Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2002, Qupperneq 9

Freyr - 01.03.2002, Qupperneq 9
Landnýtlngar- og búsðaflanagerð - öflugttæki til að styrkja stöðu bænda - Reynsla Ástrala Fylgt úr hlaði í febrúar 2001 fóru greinarhöf- undar, Guðrún Schmidt frá Land- græðslu ríkisins og Ragnhildur Sigurðardóttir frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri, í sjö vikna endurmenntunar- og starfs- kynningarferð til Ástralíu til að kynnast landverndunarstarfi þar, sem er bæði öflugt og árangurs- ríkt. Sérstaklega athyglisverð er nálgun Ástrala við að virkja og styrkja bændur og aðra landeig- endur, almenning og sveitarfélög í baráttu fyrir sjálfbærri landnýt- ingu, vemdun og endurheimt náttúmlegra auðlinda. Sérstök hreyfing sem nefnist „Landcare", eða „landvernd" myndar ramma utan um grasrótahreyfmguna. Bændur em mjög virkir í öllu landverndarstaifi. Vinna þeirra við gerð bús- eða landnýtingar- áætlana; sem er ákveðið verkefni um alla Ástralíu hefur skilað miklum árangri á sviði sjálfbærr- ar og þar með hagkvæmrar land- nýtingar. Markmið ferðarinnar til Ástralíu var að afla þekkingar og reynslu í gerð landnýtingar- og búsáætlana sem gæti nýst við þróun á verk- efninu „Betra bú“, en það er þró- unarverkefni Landgræðslunnar í gerð beitar- og upp- græðsluáætlana. Ennfremur að auðvelda mat á því hvemig ætti að þróa gerð búsáætlana hér á landi. Ferðin átti að veita innsýn í hugmyndafræðina sem liggur til grundvallar þeim góða árangri sem Ástralir hafa náð í land- græðslu- og landnýtingarmálum. í þessari grein er ætlunin að varpa ljósi á gerð bús- og land- nýtingaráætlana og þá hug- myndafræði sem býr á bak við árangur ástralska verkefnisins. Grasrótarnálgunin Ástralía er í hópi þeirra landa sem glíma við hnignun og meng- un landgæða svo sem jarðvegs- og gróðureyðingu. Eins og víðar hafa Ástralir áttað sig á því að góður árangur í landverndarstarfi næst helst með því að virkja og styrkja grasrótina, þ.e. almenn- ing, bændur og aðra landeigendur og sveitarfélög, í baráttu gegn þessum umhverfisvanda. Það hef- ur sýnt sig að þannig margfaldast árangurinn, samhliða því að skilningur á vandamálunum og lausnunum vex. Það má ekki líta á bændur og aðra landnotendur eftir Guðrúnu Schmidt, Land- græðslu ríkisins og Ragnhildi Sigurðardóttur, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri sem hluta af umhverfisvandanum heldur sem hluta af lausninni. Það þarf að auðvelda gæslu- mönnum landkosta að skilgreina staðbundin vandamál og leysa þau. í ljósi þessarar hugmyndafræði Merki ,,Landcare" hreyfingarinnar er eins um alla Ástralíu og sést víða um landið: ,,Sjáið hendurnar sem hjálpa okkur öllum við að vernda Ástralíu!" (Ljósm. Guðrún Schmidt). Freyr 2/2002 - 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.