Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 8

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 8
Áhugi bænda á vatnsvirkjunum hefur vaxið að nýju síðustu árin. Myndin sýnir vatnsvirkjun að Seglbúðum í Landbroti sem nýlega hefur verið endurbætt. Þar í sýslu voru bændur frumherjar í raforkuvinnslu úr vatnsafli. (Ljósm.: Jón G Guðbjörnsson). Orkuvinnsla - aukabúgrein bænda Um langt árabil hafa ýmsir bændur unnið orku úr lækjum og nálægum fallvötnum með vatns- rafstöðvum. Vindrafstöðvar voru líka algengar um hríð til sveita. Varmavatnslindir voru og eru bú- hnykkur og hundruðir býla njóta nú jarðvarma frá samveitum. Síðustu misserin hefur áhugi á virkjun vatnsafls á einstökum bú- jörðum vaxið að nýju. Þótt flestar þessara virkjana muni aðeins duga til heimanota virðast þó ýmsir bændur eygja markað fyrir þessa „nýju” búsafurð með sölu til nágranna (m.a. sumarbústaða), sölu inn á dreifikerfi landsins ell- egar til eigin nota í nýjum rekstri (s.s. iðnaði, þjónustu og úr- vinnslu). Aætlað hefur verið að virkjanlegt afl með þessum hætti kunni að nema allt að 60 MW. Víða virðast þessar virkjanir geta farið vel í umhverfi sínu og án mikils jarðrasks. Með reynslu af hitaveituvæðingu sveitabýla bendir margt til þess að vatnsafls- virkjanir geti haft svipuð áhrif á búsetu og byggð: - bœtt búrekstarskilyrði ú við- komandi jörð - aukið verðgildi jarðarinnar til ýmissa þarfa - styrkt búsetu d jörðinni (t.d. virðist afar fátítt að býli með hitaveitu falli í eyði) Afstaða stjómvalda og þeirra annarra, sem fara með orkumál, mun ráða hvort og í hvaða mæli þessi aukabúgrein landbúnaðarins vex. Yfirlit og niðurstaða • Beinn orkukostnaður í hefð- bundnum búrekstri er enn það lít- ill að tiltölu að hann einn mun vart hvetja til orkusparnaðar. Engu að síður er mikilvægt að fylgjast vel með orkunotkun bú- anna og leita allra leiða til orku- sparnaðar. • Óbein áhrif orkuverðs á land- búnað em veruleg vegna þess hve mikið landbúnaðurinn á und- ir greiðum samgöngum og ill- missanlegum aðföngum, ekki síst N-áburði, sem flest em mjög háð orku hvað framleiðslu og verðlag snertir. • Hagvamasjónarmið gagnvart orkunotkun landbúnaðar munu áfram vega þungt vegna hlutar landbúnaðarins í öflun nauðsyn- legra matvæla, t.d. mjólkur. • Umhverfissjónarmið munu í vaxandi mæli móta viðhorf til orkunotkunar landbúnaðarins á næstu árum, bæði hvað snertir hina óbeinu orkunotkun, (m.a. plast og aðrar umbúðir), svo og notkun tilbúins áburðar og inn- flutts fóðurs, en líka hina beinu orkunotkun, svo sem varðandi magn einstakra orkugjafa í fram- leiðslunni (olíubrennsla og meng- un, forðaorka eða ferilorka). • Virkjun orkulinda á einstök- um bújörðum, svo sem smærri fallvatna, mun sennilega færast í vöxt. • Þrátt fyrir hnattvæðingu er sjálfbær grenndarframleiðsla nauðsynlegra búvara, eftirsóknar- vert markmið í þeirri óvissu sem nú einkennir umhverfi okkar og í þeirri sókn eftir sérstöðu búvar- anna er best megandi markaðimir virðast sækjast eftir. • Um góðan vilja okkar getur sannarlega munað en þróun verðs á heimsmarkaði jarðolíu og afurða úr henni mun ráða því hvaða hjál- parorka stýrir framvindu búvöm- framleiðslunnar næstu árin. 1 Grein þessi var lögð fram á Orkuþingi sem haldið var í Reykjavík 13.-15. október 2001. Nokkmm atriðum hefur verið vikið til eða þeim breytt lítið eitt. | 8 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.