Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 57

Freyr - 01.01.2002, Page 57
Samningurinn var formlega samþykktur á Landsmóti 2000 þar sem einnig var skrifað undir viljayfirlýsing um WorldFeng á milli FEIF og BÍ. Ljóst er að forsenda fyrir því að hægt var að ráðast í World- Feng verkefnið var styrkur sem Ataksverkefni í hestamennsku veitti verkefninu, að upphæð kr. 15 milljónir. Átaksverkefninu var komið á fyrir tilstilli Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra, sem hefur sýnt hrossarækt- inni mikinn skilning á ráðherra- ferli sínum. Framleiðnisjóði land- búnaðarins ber jafnframt að þakka fyrir styrk að upphæð kr. 2 milljónir á árinu 2001. Annan kostnað við gerð WorldFengs hafa Bændasamtökin borið. Efni samstarfssamningsins við FEIF Samstarfssamningurinn milli FEIF ogBÍ um WorldFeng er í 23 greinum, auk viðauka í fjórum hlutum. Samningurinn greinir frá samstarfsverkefninu sem slíku, gildistíma, skyldum FEIF og BÍ o.fl. I 6. grein er t.a.m. greint frá stjórn WorldFengs. Sérstök grein er um fjármögnum á kerfinu ásamt áskriftargjöldum. Þá er ein grein um þóknun til aðildarland FEIF af áskriftartekjum í við- komandi landi, 9. gr. fjallar um skyldur eða kröfur til kerfisins, 10 gr. um eignarrétt, þ.e. höfun- darrétt, dreifingarrétt og hug- verkarétt Síðan eru greinar sem sameiginlega fjalla um samn- ingsslit, ábyrgð o.þ.h. Þannig er samningurinn, eins og áður hefur komið fram, ítarlegur og var reynt að taka á öllum hugsan- legum atriðum, sem gætu komið upp í samstarfinu um WorldFeng. Það er ljóst í huga okkar allra, sem unnum að samningsgerðinni, að með WorldFeng væri stigið stórt skref í íslenskri hrossarækt. Það var þess vegna mikilvægt að vel til tækist í samningsgerðinni. Engan skugga hefur borið á þetta samstarf frá upphafí. Allir aðilar hafa unnið af heilindum og dugn- aði í að ganga frá málum þann- ig að allir gætu vel við unað. Eitt af þeim atriðum sem var mikilvægt að ganga frá í reglum um WorldFeng og í samningi um WorldFeng voru aðgangsmál. Ákveðið var í upphafi að tölvu- kerfíð WorldFengur væri í eigu Bændasamtakanna, en gögnin sem slík væru sameign þeirra landa sem gerðust áskrifendur að kerfinu. Þannig þurfti að búa til aðgangs- reglur sem skipta aðgengi að gagnagmnninum algjörlega eftir löndum. Danir geta þannig aðeins skráð ný hross, sem eru fædd í Danmörku, og breytt/viðhaldið upplýsingum einungis um hross sem eru í Danmörku. Tölvukerfið WorldFengur VERÐUR TIL Tölvukerfíð WorldFengur er byggt upp með JDeveloper sem er þróunartól til þess að skrifa Java fyrir Oracle. Gagnagrunnur WorldFengs er í Oracle 8 i. Þegar ákveðið var að ráðast í WorldFeng var mikilvægt að velja þróunartól sem gætu staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru. Þannig þurfti að velja öflugan gagnagrunn sem gæti bæði ráðið við mikið magn af upplýsingum, hraða og öryggi. Ennfremur var mikilvægt að velja þróunartól sem réðu við umfangsmikla forritun á Intemet- inu og biðu upp á sveigjanleika og að sama skapi hraða og öryggi. Segja má að af þeirri reynslu, sem komin er, að val á þróunartólum hafí verið rétt. Vissulega komu upp ýmsir byrj- unarerfíðleikar í upphafi sem þurfti að ráða bót á og reyndu á taugar og þol þeirra sem tóku þátt í verkefninu. Fljótlega var ákveðið að vista tölvukerfið WorldFeng og gagnagrann hjá SKÝRR til þess að auka öryggi og bjóða upp hraða Internetteng- ingu og örugga afritun kerfisins, en ekki síst til þess að bjóða upp á 24 tíma vakt á kerfinu. Vegna eðli verkefnisins var brýnt að tryggja uppítíma og þjónustu all- an sólarhringinn. Tölvukerfíð WorldFengur byggir að grunni til á fyrrverandi Feng sem var upphaflega byggð- ur upp árið 1991.1 upphafi ársins 2002 hafa helstu áfangar í World- Feng náðst fram. Islenska skýrsluhaldskerfið hefur allt ver- ið byggt inn í kerfið, þar er átt við grunnskráningu, afdrifa- skráningu, fangskráningu, skrán- ingu á fyljun, (sem er ný skrán- ing miðað við fyrrverandi kerfí), skráning á eigendum, eigenda- skipti, umnúmeringar, skráning á bæjum eða uppruna, og skráning á örmerkjum svo að það helsta sé upp talið. Vegna þess að um alþjóðlegan gagnagrunn er að ræða var um- fang verksins mun meira heldur en ef verið væri að skrifa kerfi einungis fyrir ísland. Alls staðar þurfti að huga að fjölþjóðlegri skráningu enda byggir kerfið á mjög strangri aðgangsstýringu eftir löndum. Jafnframt þurfti að staðla ýmsa lykla til viðbótar við hið alþjóðlega fæðingarnúmer og þar er átt við lykla fyrir eigendur, uppruna, svæði og fleira. Auk alls þessa var gæðastýringarþátt- urinn í fyrsta skipti byggður inn að öllu leyti. Þannig eru sannanir skráðar inn í gagnagrunninn, þ.e. blóðflokkun og DNA greining, sem er grunnur að gæðavottun hrossa. Einnig er byggður inn skýrsluhaldsþáttur gæðastýringar- innar sem er gæðavottun folalda, þar sem uppfyllt hefur verið öll- Freyr 1/2002-53 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.