Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Síða 59

Freyr - 01.01.2002, Síða 59
Hestamenn árslns 2001 Fólk sem tilnefnt var til ræktunarverðlauna 2001, (Ræktunarmaður ársins). (Ljósm. Hulda Geirsdóttir). Uppskeruhátíð hestamanna var haldin með pompi og prakt á Hótel Islandi í nóvem- ber sl. Þar voru útnefndir rækt- unarmenn ársins, sem er heið- ursviðurkenning Bændasam- taka Islands, og einnig knapar ársins sem hestafréttamenn velja. Að þessu sinni var út- nefning ræktunarmannsins nokkru glæsilegri en áður en á ráðstefnunni „Hrossarækt 2001“, sem haldin var fyrr sama dag og uppskeruhátíðin, var tilkynnt hverjir væru tilnefndir og þeim veittar viðurkenningar. Valið fer þannig fram að á grunni kynbótadóma og sýninga ársins tilnefnir fagráð í hrossarækt þá hrossaræktendur sem þótt hafa skara fram úr á árinu. Að þessu sinni voru eftir- taldir ræktunarmenn tilnefndir (búin eru í stafrófsröð): Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir, Efri-Rauðalæk, Glæsibæjarhreppi. Brynjar Vilmundarson, Feti, Holta- og Landsveit. Páll Bjarki og Eyrún Anna, Flugumýri II, Akrahreppi. Skapti og Hildur, Hafsteins- stöðum, Staðarhreppi. Einar Öder og Svanhvít Hala- koti, Hraungerðishreppi. Jónas Jónsson og fjölskylda, Kálfholti, Ásahreppi. Indriði Ólafsson og fjölskylda, Þúfu, V-Landeyjum. Það voru síðan þau Páll Bjarki og Eyrún Anna, hrossræktendur á Flugumýri II í Akrahreppi Skaga- firði, sem hlutu viðurkenninguna fyrir glæsilegan hóp kynbóta- hrossa sem fram kom á árinu. Nýjung var að þessu sinni að knapar ársins voru alls fimm talsins þ.e.a.s. á hinum ýmsu sviðum reiðmennskunnar. Sigurður Sigurðarson var valinn gæðingaknapi ársins, Þórður Þorgeirsson kynbótaknapi ársins, Logi Laxdal knapi kapp- reiða,Vignir Jónasson var valinn íþróttaknapi ársins og bjartasta vonin í röðum knapa var kjörin Berglind Rósa Guðmundsdóttir. Loks var síðan Vignir Jónasson kjörinn knapi ársins en þar bar áreiðanlega hæst gríðarlega góður árangur hans á Heimsleik- um í Austurríki. A.S. Freyr 1/2002-55 I

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.