Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 59

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 59
Hestamenn árslns 2001 Fólk sem tilnefnt var til ræktunarverðlauna 2001, (Ræktunarmaður ársins). (Ljósm. Hulda Geirsdóttir). Uppskeruhátíð hestamanna var haldin með pompi og prakt á Hótel Islandi í nóvem- ber sl. Þar voru útnefndir rækt- unarmenn ársins, sem er heið- ursviðurkenning Bændasam- taka Islands, og einnig knapar ársins sem hestafréttamenn velja. Að þessu sinni var út- nefning ræktunarmannsins nokkru glæsilegri en áður en á ráðstefnunni „Hrossarækt 2001“, sem haldin var fyrr sama dag og uppskeruhátíðin, var tilkynnt hverjir væru tilnefndir og þeim veittar viðurkenningar. Valið fer þannig fram að á grunni kynbótadóma og sýninga ársins tilnefnir fagráð í hrossarækt þá hrossaræktendur sem þótt hafa skara fram úr á árinu. Að þessu sinni voru eftir- taldir ræktunarmenn tilnefndir (búin eru í stafrófsröð): Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir, Efri-Rauðalæk, Glæsibæjarhreppi. Brynjar Vilmundarson, Feti, Holta- og Landsveit. Páll Bjarki og Eyrún Anna, Flugumýri II, Akrahreppi. Skapti og Hildur, Hafsteins- stöðum, Staðarhreppi. Einar Öder og Svanhvít Hala- koti, Hraungerðishreppi. Jónas Jónsson og fjölskylda, Kálfholti, Ásahreppi. Indriði Ólafsson og fjölskylda, Þúfu, V-Landeyjum. Það voru síðan þau Páll Bjarki og Eyrún Anna, hrossræktendur á Flugumýri II í Akrahreppi Skaga- firði, sem hlutu viðurkenninguna fyrir glæsilegan hóp kynbóta- hrossa sem fram kom á árinu. Nýjung var að þessu sinni að knapar ársins voru alls fimm talsins þ.e.a.s. á hinum ýmsu sviðum reiðmennskunnar. Sigurður Sigurðarson var valinn gæðingaknapi ársins, Þórður Þorgeirsson kynbótaknapi ársins, Logi Laxdal knapi kapp- reiða,Vignir Jónasson var valinn íþróttaknapi ársins og bjartasta vonin í röðum knapa var kjörin Berglind Rósa Guðmundsdóttir. Loks var síðan Vignir Jónasson kjörinn knapi ársins en þar bar áreiðanlega hæst gríðarlega góður árangur hans á Heimsleik- um í Austurríki. A.S. Freyr 1/2002-55 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.