Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Qupperneq 11

Skátablaðið - 01.08.1947, Qupperneq 11
stúJkunum er ekki treyst til að koma upp góðu landsmóti fyrir stúlkur eingöngu, þrátt fyrir það að þær hafa áður staðið fyrir ágætum landsmótum t. d. mótinu í Vatns- dal, sem allir rómuðu og mótinu við Eyja- fjörð, sem mér er kunnugt um að var í alla staði vel undirbúið og skipulagt, en því miður illa sótt af öðrum en Akureyringum. Hvort stúlkurnar vantreysta getu sinni í þessu efni eða hvort aðrir vantreysta þeim skal ég ekkert um segja en ég'trúi því tæp- lega að öll kvenskátafélög á Suðvesturlandi geti ekki leikið það eftir í sameiningu, sem kvenskátar á Akureyri gátu hjálparlaust, eða verður hin svokallaða sameining stúlkna drengjaskáta til þess að kvenskátar hvorki vilja eða geta staðið á eigin fótum? Nú er búið að ákveða þetta fyrsta sam- eiginlega landsmót og tjáir ekki að tala um það, enda þótt útlendum gestum kunni að þykja það nokkuð nýstárlegt. Nú er að finna það heppilegasta form fyrir móti þessu, sem verða má og þótt það sé að sjálfsögðu verk þeirra, sem um mótið eiga að sjá vil ég leyfa mér að nefna nokkur atriði. Þótt mótið sé sameiginlegt tel ég sjálfsagt að töluverður spölur (t. d. 1 til 3 km.) verði milli tjaldbúðasvæða drengja og stúlkna og hvort kynið lifi sínu tjaldbúðalífi og vinni sín útilegustörf algerlega útaf fyrir sig og enginn samgangur verði milli tjald- búða stúlkna og drengja nema um nauðsyn- leg erindi eða opinber heimboð hópa eða félaga sé að ræða. Sétning mótsins og mótsslit verði sam- eiginleg, einnig a. m. k. einhverjir varð- eldar og ef til vill einhverjar ferðir og leikir. Unnið verði í sameiningu að undirbún- ingi á mótstaðnum áður en þátttakendur mótsins mæta, og dagskrá mótsins verði í aðal atriðum samin fyrirfram með tilliti til beggja tjaldbúðanna. Hin raunverulega stjórn stúlknatjald- búðanna sé eingöngu í höndum kvenskáta og karlmenn hafi alla stjórn í tjaldbúðum drengjanna. Margt fleira hefi ég hugsað um þetta sameiginlega mót, en læt hér staðar numið. Að lokum vil ég þó taka það fram að ég geri meiginmun á samstarfi og lagalegri sameiningu og þótt ég sé algerlega mótfall- inn slikri sameiningu drengja og kven- skátafélaga hvort heldur er í bandalagi, landsmóti eða í einstökum félögum þá er ég fylgjandi skynsamlegri samvinnu þessara aðila, sé það byggt á jafnréttisgrundvelli beggja félaganna. Þessi svokallaða samein- ing í eitt bandalag hefir í raun og veru svipt íslenskar skátastúlkur réttindum til þátttöku í alheimssambandi kvenskáta, og í mínum augum er þátttaka kvenskáta í B. í. S. fjötur á sjálfsstjórn þeirra þótt lög bandalagsins kunni að veita stúlkunum jafnrétti við drengi. Eitt af rökunum fyrir sameiningunni var á sínum tíma það að væru drengir og stúlk- ur i sama félagi hyrfu ekki eins mörg úr röðum skátanna á aldrinum 14 til 16 ára. Þetta kann að vera rétt, en ég óttast að sameiningin leiði stundum til þess að stærri félögin fara að dekra við duttlunga þeirra 14 til 16 ára unglinga, sem ekki skilja rétti- lega skyldur eldri skátanna við þá yngri, né hið mikla uppeldisgildi sem falið er í öllu góðu skátastarfi og þó sérstaklega í hinum gömlu og góðu útilegusiðum skáta, en kjósa að skátafélögin gangi sömu götu og sum önnur æskulýðsfélög hvað snertir útilíf unglinga á þessum aldri og annað skemmtanalíf. En verður ekki meðlimatalan og sameiningin of dýru verði keypt ef hún kostar skátaandann? Tryggvi Þorsteinsson. SKÁTABLAÐIÐ 85

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.