Skátablaðið - 01.08.1947, Side 13
SKÁTAFÉJLAG AKUKEYRAK
Skátalélag Akureyrar var stofnað 1939
með sameiningu skátafélaganna, sem fyrir
voru á staðnum. Fyrsti félagsforingi var
séra Friðrik Rafnar, vígslubiskup. Því starfi
gengdi hann í eitt ár og hefir síðan verið
verndari félagsins. Þá tók við félagsforingja-
störfum, Haukur heitinn Helgason, sem
verið hafði aðal-hvatamaður sameiningar-
innar og ávallt einn hinn traustasti skáti
og félagi. Öll hin síðari ár hefir Tryggvi
Þorsteinsson, kennari verið félagsforingi.
Skátafélag Akureyrar starfar nú í þrem
skátasveitum ásamt rekka- og yflingasveit-
um. Félagsmenn eru um 120.
Félagið á þrjár húseignir: Gunnarshólma,
Fálkafell og Glaumbæ. Gunnarshólma
fékk félagið að erfðum frá Gunnari skáta-
foringja, eins og Gunnar heitinn Guð-
laugsson var oftast kallaður okkar á með-
al. Gunnarshólmi stendur norðaustan við
gatnamót Lundargötu og Gránufélagsgötu.
Hefir félagið til umráða í húsi þessu, tvær
efri hæðirnar ásamt litlu verkstæði á neðstu
hæð. Allir flokks og sveitarfundir eru haldn-
ir í Gunnarshólma en félagsfundir í barna-
skólanum eða kirkjukapellunni. Innistarf-
ið hefir að mestu verið fólgið í æfingum,
flokksfundum, svo og alls konar vinnu við
,,Hólmann“ en herbergjaskipan hússins er
þannig, að erfitt er að koma við sveitar-
fundum, þar eð herbergi eru svo lítil. Sveit-
arstarfið hefir því farið fram í Fálkafelli.
Hafa sveitirnar haft þar fastar útilegur,
mánaðarlega að vetrinum.
Fálkafell stendur í þrjú til fjögur hundr-
uð metra hæð í fjallinu fyrir ofan Bæinn.
Útsýni er hið fegursta yfir Eyjafjörðinn og
skíðalandslag hið prýðilegasta. Skálinn var
byggður árið 1932 af skátafélaginu Fálkar.
Síðan hefir skálinn verið stækkaður um
helming og er í honum forstofa, eldhús og
dagstofa. Uppi yfir hálfri byggingunni er
svefnloft. Fálkafell geta því gist milli
20—30 skátar.
Glaumbær stendur í fögru gili við Krossa-
staði á Þelamörk, um 16 krn. frá Akureyri.
Aðalbyggingin er brezkur hermannaskáli
en í viðbyggingunni eru forstofur og eld-
hús. Viðbyggingin er úr steini. Glaumbær
liggur vel við sumarferðum, sundlaug er
skammt frá og uppvaxandi skógur 1 nánd.
Mikið hefir verið unnið að endurbótum að
sjálfum skálanum og landsspildu þeirri
er félagið hefir til umráða umhverfis hann,
þótt enn sé að vísu langt í land með að
öllu sé þar lokið.
Samvinna milli drengja- og kvenskátanna
hefir ávallt verið hin bezta á Akureyri.
Félögin hafa t. d. staðið fyrir sameiginlegri
skemmtun fyrir almenning á ári hverju.
Hafa þessar skemmtanir farið vel fram og
verið báðum aðilum til sóma. Út á við hafa
félögin yfirleitt komið fram sem heild, við
hátíðleg tækifæri og lausn stærri verkefna.
Innávið hefir samstarfið ekki verið eins
náið og æskilegt væri. Þó hafa félögin staðið
fyrir sameiginlegum foringjanámskeiðum,
ferðum og útilegum. Nú í sumar sáu fé-
lögin sameiginlega um foringjanámskeið í
Glaumbæ að tilhlutan B. í. S.
Skátar frá Akureyri hafa tekið þátt í öll-
um landsmótum, sem haldin hafa verið frá
stofnun félagsins. í fyrrasumar átti félagið
tvo fulltrúa á Skotlandsmótinu og átta skát-
ar frá Akureyri sóttu Friðar-Jamboree í
Frakklandi nú í sumar.
SKATABLAÐIÐ
87