Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 17
að það var ekkert annað en það, að hún öfundaði Sysser. En því var hún þá ekki fyrir löngu orðin skáti? Nei, til þess var hún of drambsöm. Sysser skyldi ekki ímynda sér að hún skriði fyrir skátadótinu hennar. „Jæja, hvar hættum við?“ hóf Berg aftur máls. Bodil sneri sér að honum. „Jú, sjáum nú til. Fyrst þú hefur svo margt að athuga við skátafélagsskapinn, væri þá ekki þjóðráð fyrir þig að reyna, hvernig hann er?“ „Reyna hann, hvernig?“ „Já, í stuttu máli: Fara með í sumarbúð- irnar, með tjald og skaftpotta og annað þessháttar." í sumarbúðir! Sofa úti hverja einustu nótt! Kveikja eld og sjóða mat yfir honum! Skyldi það vera gaman? Bodil lét hugann reyka áfram, hún hugsaði um góða rúmið sitt heima og eldhúsið með öllum rafmagns- tækjunum. Það var heldur ólíkt báli, sem kynnt var úti, og þar sem maður varð óhreinn af reyk og sóti. Berg gat sér til um hugsanir hennar og sagði: „Já, ef þú ert of fín fyrir slíkt útilíf, þá getur þú heldur ekki verið vinkona Sysser.“ Þessi athugasemd hitti í mark. nú tekið ákvörðun. „Ég held ég korni með, ef það er hægt; ég meina, ég er ekki orðin skáti — ennþá.“ Bodil horfði niður fyrir sig, en leit nú upp. Það var auðséð á henni, að hún hafði „Þetta líkar mér, ég skal sjá um það allt. Og það skal ég segja þér, að Sysser verður glöð.“ Skrifstofustjórinn var að ganga út, þegar síminn hringdi. „Halló, já góðan daginn, ert það þii Sysser?-----Já, þá er það í lagi.------Já, auðvitað ferðu í skátabúðir, þegar ég segi að þú skulir fara, — — já, já.“ Sysser hentist út úr símaklefanum og ljómaði af ánægju. Sá gat nú komið hlut- unum í kring. Berg pabbi var bezti maður í heimi. Húrra, hún átti samt sem áður að komast í sumarbúðirnar, hún átti að fá að vera með Sissu og öllum hinum, Margot og Bentu, og svo þessum tveimur nýju — Vib- sen og Bodil. Bodil, Sysser fitjaði upp á nefið. Nú, jæja, með öðru móti fékkst það ekki, en bara að það tækist. Hún varð að tala um það við Sissu. Já, auðvitað varð Sissa að fá fréttirn- ar fyrst allra. Hún stökk af stað, beina leið til Sissu. Lífið er dásamlegt, þegar maður er þrett- án ára, er skáti — — og sumarfríið er að byrja. JAMBOREE! íslenzka hliðið vahti athygli þessarar ungu frönsku listakonu. SKATAB LAÐIÐ 91

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.