Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Page 22

Skátablaðið - 01.08.1947, Page 22
Saga þessi gerðist á tíraum póstvagna, kúreka og Indiána. Stjáni blái, Gvend- ur gola og Brynki blánefur voru þrír hraustir kúrekar. Þegar póstvagninn lagði af stað frá Regnbogastræti voru einnig í honura Salka Valka og ljós- hærð blómarós. Þrír hraustir hestar drógu póstvagninn. Hættulegasti hluti leiðarinnar voru Gulu-gljúfur. Þegar póstvagninn nálg- aðist gljúfrin mátti greinilega sjá, að konurnar urðu dálítið órólegar. Kúrek- arnir urðu líka ákveðnari og gripu fast- ar um byssur sínar, til þess að vera við öllu búnir. Hestarnir urðu líka órólegir og vissu hættu í nánd. Þegar í gljúfrin kom heyrðist alt í einu ægilegt öskur Indíánanna. Þeir þeystu fram á hestum sínum og beindu bogum sínum og örvum að póstvagnin- um. Kúrekarnir gripu strax byssurnar, miðuðu og hleyptu af. Konurnar æptu, liestarnir hneggjuðu. Indíánarnir skutu af bogum sínum. Kúrekarnir miðuðu byssunum aftur. En í þetta sinn misstu þeir ekki marks. Indíánaliöfðinginn féll, en hinir Indíánarnir vörpuðu frá sér bogurn og örvunum, tóku til fótanna og flýðu. Konurnar fengu aðsvif. Kúrek- arnir skutu aftur, svona rétt til þess að tærna byssurnar, en í því rann póstvagn- inn út úr Gulu-gljúfrum. Hver flokkur hefir yfir ákveðið hljóð í hvert sinn, sem flokksheitið kemur fyrir í sögunni. Hljóðin: Kúrekar = jibbi. Indíánar = góla og dansa stríðsdans. Konur = hljóða. Hestar = hneggja. Byssur = bang. Bogar og örvar = tsss. Auðvitað má segja söguna öðruvísi og hafa fleiri eða færri flokka eftir vild. JAMBORKK! Þeir giftu þurftu lika að skrifa heim. Akureyringar háma i sig vínberin. 96 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.