Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Side 24

Skátablaðið - 01.08.1947, Side 24
turnum eða öðru táknrænu frá heimkynn- um skátanna. Við vorum spurðar fjölda spurninga um ísland og virtust flestir harla fáfróðir um land vort og þjóð. Allmargir héldu að ís- birnir gengju á götunum í Reykjavík og að hvítu gæruskinnin væru af þeim og trúðu varla er við sögðumst aldrei hafa séð ís- björn fyrr en í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn. Fastir liðir á mótinu voru sem hér segir: Kl. G,15 risu kokkar úr rekkju (2 og 2 í einu. Eldað var á hlóðum). Kl. 7 var al- rnenn fótaferð, tekið til í tjöldunum og kringum þau, snæddur morgunverður, og kl. 9 var „Parade“ ]r. e. skrúðganga undir fánum upp á opnunarsvæðið, fánar dregnir að hún. Var danski fáninn fyrst dreginn að hún, síðan fánar hinna erlendu þjóða, allir í einu, en síðast alheimsfáni kven- skáta. Lúðrablástur var á undan og eftir fánaathöfninni og önnuðust hann 5 skáta- stúlkur. Þá sló fjöldi skátastúlkna trommur fyrir göngunni. Kl. 9,30—15 var farið í bað, borðaður hádegisverður og frjálst. Frjálsa tímanum notuðum við til þess að skoða tjaldbúðar- svæðið, heimsækja hinar þjóðirnar. Kl. 15 var te. Kl. 15,30 fóru fram alls konar keppn- ir og leikir. Kl. 20 fánar dregnir niður. Kl. 21,30-22 varðeldur. Kl. 22,30 kyrrð. Varðeldarnir voru skemmtilegastir af öllu. Það var yndislegt, eftir hitasvækju dagsins, að setjast kringum eldinn í kvöld- svalanum, syngja, hrópa og horfa á alls konar leiki. 5 varðeldar voru sameigin- legir á stóru varðeldasvæði en þrír smá- varðeldar. Tóku þá „borgirnar" sig saman og héldu varðeld, eða þá einhver þjóðin bauð nokkrum stúlkum frá mismunandi þjóðum og komu þær þá með nokkur skemmtiatriði. Við höfðum einn varðeld í Estridsborg. Öðru sinni var okkur boðið til danskra skátastúlkna. Þriðja varðeldinn héldum við hjá okkur, en þá ringdi svo mikið, að við urðum að vera inni í tjaldinu. Kom sér þá vel að það var stórt. Við vorum milli 50—60 þar samankomnar. Tvisvar var okkur útlendingunum boð- ið í ferðalög, fyrra sinnið til Frederíksía, Vejle og Jelling, en þessar borgir eru ein- hverjar fegustu staðir í Danmörku. Hitt sinnið fórum við út að sigla. Sigldum við þá undir Litla-Beltisbrúna. Þá skoðuðum við ennfremur, Hindsgavl-höllina, sem Nor- ræna-félagið á. Er umhverfi hennar undur fallegt. Næturleikur var eina nóttina. Tvær okkar tóku þátt í honum. Var lagt af stað kl. 12 á miðnætti og komið aftur að morgni kl. 6. Þótti þetta langur og skemmtilegur leikur. Laugardaginn 26. júlí kl. 10. f. h. skeði merkilegur atburður. Hennar hátign, drottning Ingrid heimsótti tjaldbúðirnar. Hún er skáti og kom í skátabúningi. Hún 98 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.