Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 26
Smásaga eftir AXEL BRÆMER Ég ætla að trúa ykkur fyrir leyndarmáli. Ég hef ætíð verið hræðilega huglaus. Fáir eða engir aðrir en ég hafa vitað þetta, því að ég hefi reynt að fara eins vel með það og ég hefi getað. Með alls konar brögðum hefi ég skýlt ragmennsku minni. Það hefir aldrei staðið á mér að taka vel undir alls 100 konar ráðagerðir félaga minna, grobba yfir ýmsu og þykjast vera til í allt það versta. En enginn veit hve oft mér hefir runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar félagar mínir hafa leikið ýmiss konar brellibrögð, án þess að hugsa hið minnsta um áhættu eða afleiðingar. Oft hefi ég grátið yfir ragmennsku minni og stöðugt hefi ég verið á glóðum um að einhver kvæði upp úr um hugleysi mitt. Ég hefi líka oft reynt að sigrast á þessum ræfilsskap mínum, en allt hefir það verið árangurslaus barátta, þangað til í gær. En í gær kom tækifærið. Óvenjulegt tæki- færi. En því megið þið trúa, að þá átti ég bágt. En nú ætla ég að segja ykkur frá því, sem fyrir kom. Ég heiti Páll og pabbi minn er bóndi. Ég geng í skóla til þorpsins. Skammt frá skólanum stendur gömul og hrörleg hlaða, sem ekki er lengur notuð. Eigandi hennar vann í happdrættinu fyrir nokkrum árum, reif niður bæinn sinn og flutti hann nær þjóðveginum. En af einhverjum ástæðum lét hann hlöðuna standa. Og auðvitað her- tókum við strákarnir hlöðuna. Hún er eins konar leikjaborg okkar. Þar höfum við nú háð margar tvísýnar orustur. Og inni í henni og umhverfis hana hefir oft verið SKATABLÁÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.