Skátablaðið - 01.08.1947, Síða 33
skeiðinu en átján nemendur á flokksforingja-
námskeiðinu.
Skátaliöfðinginn, dr. med. Helgi Tómasson,
flutti erindi um markmið og leiðir skátafélags-
skaparins. Jónas B. Jónsson flutti erindi um
hugsjón útilífsins. Kennarar skólans voru: Hall-
grímur Sigurðsson, Björgvin Magnússon, Ás-
gerður Áskelsdóttir, Páll Gíslason og Aðal-
steinn Júlíusson. Aðalsteinn var jafnframt skóla-
stjóri. Foringjaskólinn að Úlfljótsvatni er nú
sem óðast að festast í skorðum.
S VEITAFORINGJASKÓLI í GLA UMBÆ.
Sveitaforingjanámskeið var haldið í skála
Skátafélags Akureyrar, Glaumbæ á Þelamörk,
dagana 3.-7. júní.
Þátttakendur voru frá báðum skátafélögun-
um á Akureyri, Kvenskátafél. Húsavíkur, Skáta-
félaginu Samherjar Patreksfirði, Kvenskátafél.
Valkyrjur, Siglufriði, Skátafél. Fylkir, Siglufirði
og Skátafél. Raufarhafnar, alls 10.
Kennarar voru Tryggvi Þorsteinsson og Ric-
hard Þórólfsson úr S. K. F. A., Áslaug Guð-
laugsdóttir, Erla Gunnarsdóttir og Júdít Jón-
bjarnardóttir úr „Valkyrjunni" Akureyri og
Aðalsteinn Júliusson, erindreki B. í. S.
Vonast hafði verið eftir betri þátttöku, sér-
staklega frá félögunum norðanlands, en margra
orsaka vegna áttu félögin óhægt með að senda
sveitarforingja eða sveitarforingjaefni á skólann.
Ákveðið hafði verið að námskeiðið hæfist
laugardaginn 1. júní, en vegna atburða er leiddu
af hinu hörmulega flugslysi 29. maí, var eigi
hægt að hefja kennslu á áður ákveðnum tíma.
Skólinn var að jnestu í sama formi og hann
hefir verið hafður undanfarin tvö haust að Úlf-
ljótsvatni, en þó varð að breyta honum að
nokkru vegna þess, að tveir af væntanlegum
kennurum hans forfölluðust á síðustu stundu.
SKÁTAJÓL.
Jólablað Skátablaðsins, Skátajól, mun koma
út eins og að undanförnu, stórt og fjölbreytt
að vanda. Af efni blaðsins má m. a. nefna:
Helgi S. Jónsson segir frá Jamboree. Minningar
frá dvöl íslenzku skátanna í Englandi í sumar.
Minningar frá Prag, eftir Jón Tómasson. Ferða-
lag til New York eftir Leif Eyjólfsson. Úlfljóts-
vatn eftir Þorvald Þorvaldsson. Auk þessa verða
sögur, myndir, skrýtlur, verðlaunamyndagátur,
Robinson, um landsmótið næsta sumar o. m. fl.
Skátar! Sendið skátablaðinu alls konar elni
og útvegið því nýja kaupendur. Munið að Sáta-
blaðið á að greiðast fyrirfram.
NÝ SKÁTABÓK.
Nú alveg á næstunni kemur út ný handbók
fyrir skáta. Heitir hún Skátastörf og er eftir
Hallgrím Sigurðsson. Bókin er nauðsynleg fyrir
alla skáta. Hallgrímur hefir unnið að bókinni
í lengri tíma og er hennar beðið með mikilli
eftirvæntingu. Prentun bókarinnar er lokið, og
verður þess ekki langt að biða að hún komi út.
A THUGIÐ.
Skátabókin er nú alveg uppseld. Mun líða
nokkur tími áður en ný og fullkomin skátabók
verður samin og út gefin. B. I. S. hefir því í
bili horfið að því ráði, að láta fjölrita prófin,
þangað til úr rætist með samningu nýrrar skáta-
bókar. Ættu félagsforingjar að senda pantanir
sínar á nýliða eða annars fl. prófunum til skrif-
stofu B. í. S. í skátaheimilinu, Reykjavík. —
Samning nýrrar skátabókar má ekki dragast
lengur.
SKRIFSTOFA B. í. S.
Bandalag íslenzkra skáta hefir opnað skrif-
stofu í skátaheimilinu við Hringbraut. Hefir
B. í. S. jafnframt ráðið Vilberg Júlíusson, kenn-
ara frá Hafnarfirði fyrir framkvæmdastjóra sinn.
Öll skátafélög landsins eru beðin að setja sig
í bréfasamband við skrifstofuna og senda henni
SKATABLAÐIÐ
107