Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Síða 30

Skátablaðið - 01.12.1953, Síða 30
Jólaíundurinn Senn líður að jólum, og eru því síðustu forvöð fyrir flokksforingjann að fara að undirbúa jólafundinn. Það væri tilvalin til- breyting, að tveir eða fleiri flokkar héldu sameiginlegan fund. Þetta yrði þá auðvitað einungis skemmtifundur og er því sjálf- sagt að hafa bæði leiki og ýmiskonar þraut- ir. Einnig eru mömmurnar áreiðanlega vís- ar til að hjálpa til með dálítið af kökum og öðru góðgæti, að minnsta kosti, ef þið eruð dálítið stimamjúkir við þær og farið í tvær þrjár sendiferðir í staðinn. Sjálfir getið þið auðvita lagað kókó. Tii }:>ess að vinna bug á feimninni er gott að byrja á leik eins og þeim, þar sem þið skrifið nokkur nöfn frægra manna (eða þá nokkur dýranöfn) á bréfmiða, sem síðan eru nældir á bakið á mönnum um leið og þeir koma. Þeir eiga síðan að reyna að geta upp á, hvaða nafn er á miðanum, sem þeir eru með á bakinu, og mega spyrja hina eins margra spurn- inga og þeir vilja, en það má aðeins svara með „já“ eða „nei“. Þið kannist öll við leikinn, þar sem nokkrum stólum er raðað í hring (einum stól færra en þátttakend- urnir) og síðan er gengið í kring um þá í takt við músik. Síðan hættir músikin snögglega og eiga þá allir að setjast. Þeir, sem ekkert sæti fá eru úr leik. Það getur verið ágæt hugmynd að breyta þessum leik þannig, að í stað stóla eru notaðir hattar (og þá sitið þið auðvitað ekki á þeim held- ur setið þá á höfuðið) eða þá, að fyrir fund- inn tínið þið saman nokkrar flíkur, eins ■ósamstæðar og afkáralegar og hægt er og setjið þær í poka. Pokinn er síðan látinn ganga og sá, sem heldur á honum þegar músikin hættir, verður að taka eina flík úr honum og fara í hana. Það getur einnig verið tilbreyting að raða borðum eins og í félagsvist og hafa alls konar smá keppni eins og að stinga títuprjónum í sápustykki með skærum eða tína baunir upp í skáf með gosdrykkjastrái. Þið verðið einungis að gæta þess, að hver keppni taki ekki of langan tíma. Tvær mínútur er liæfilegur tími. Annar ágætur leikur er teiknileikur. Þátt- takendum er skipt í tvo hópa, sem síðan eru settir í sitt hvort herbergi. Fyrir leik- inn hafa verið valdar nokkrar setningar eða orð eins og t. d.: „Þoka, svampur, maður- inn sem braust inn í Englandsbanka, eða sólarnir á skónurn hans Hitlers.“ Síðan er einn úr hvoru liði sendur fram og þar er honurn sögð setningin eða orðið. Hann á síðan að fara inn og reyna að koma hinum í skilning um, með teikningum, hvað það sé. Hann má hvorki skrifa eða segja eitt ein- asta orð. Það getur verið stórmerkilegt hvað sumir eru fljótir að því, enda þótt þeir geti ekki teiknað á við tvo aura. Að lokum er hér svo einn smá leikur. Hann er eins kon- ar afbrigði af því að láta orðið ganga. Þátt- takendur sitja í hring og haldast í hendur. Síðan morsar einhver staf til þess næsta með því að þrýsta hendi hans og svo koll af kolli. Hér eru svo nokkra þrautir, sem þið get- ið glímt við á jóladaginn, þegar þið getið ekki hryeft ykkur eftir allar kræsingarnar. Björn, |ói, Bergur og Henry voru einu sinni að spila vist. Þeir sátu þannig að Bjössi sat ekki á móti Jóa. Henry sat ekki á hægri hönd Bergs og Bergur ekki á vinstri hönd Jóa. Hvernig sátu þeir? 46 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.