Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 6

Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 6
H R E F N A T Y N E S : Ef víð lítum yfir farinn veg... SITSTJÓRI Skátablaðsins hringdi í mig iyrir nokkru síðan og bað mig um að skrifa grein í afmælisblað- ið. Fyrsta hugdettan mín var sú, að ég skyldi rifja upp nokkrar gaml- ar skátaminningar. Hann samþykkti það, en Jtegar til átti að taka, komst ég í vanda, því einmitt við svona tækifæri, koma minn- ingarnar í lotu, þær eru eins og börn, sem öll vilja komast að og fá að vera fyrst. Eft- ir 33 ára skátastarf fara þær að verða nokk- uð margar. Eltir nokkra íhugun, valdi ég þrjár, allar frá „gömlum“ dögum. 1929 — FÆRAST LÖNGU LIÐNAR STUNDIR OKKUR NÆR — Það skýtur upp mörgum myndum löngu liðinna atburða, og við segjum hvert við annað: „Manstu þetta — manstu hitt?“ Við yljum okkur við minningarnar, sjáum at- burðina í nýju ljósi, skiljum betur orsök og afleiðingu og skynjum, að einmitt þetta — eða hitt — varð okkur til láns, annað varð til óláns — eða, ef við snerumst rétt við — Jtá lærðum við af reynslunni. Þegar allt kemur til alls, viljum við ekki fyrir nokk- urn mun missa af neinu, því allt er dýr- mætt, þó á mismunandi hátt sé. Fyrsta skátaminningin mín, verður víst að margra dómi talin óvenjuleg. í mörg ár gætti ég þess vel, að enginn fengi vitneskju um það, sem ég nú ætla að segja frá: Það var í maí 1929, ég var kominn til Siglufjarðar og vann þar á Bæjarfógeta- skrifstofunni. Dag nokkurn, er ég skrapp í bæinn í kaffitímanum, mætti ég tveim ungum stúlkum á að giska 13—14 ára. Þær stöðvuðu mig, og sögðu mér þau tíðindi, að þær og nokkrar stallsystur þeirra, vildu svo gjarnan verða skátar, en þær hefðu engan foringja, hvort ég myndi nú ekki vilja verða foringi þeirra. Ég svaraði því til, að ég vildi gjarnan verða skáti, en ég væri of ung til Jtess að verða foringi, svo kynni ég ekkert í skátafræðum — en ég skyldi athuga málið. í þá daga, var ekkert tamfélag stúlkna og drengja til — slíkt þótti fjarstæða. Ég hafði ekkert kynnzt skátum og vissi ekkert um neina starfs- háttu þeirra. Það eina, sem ég hafði í höndunum, var stílabók, sem systir mín átti. Hún var nýlega orðin skáti á ísafirði, en var svo ung, að hún treysti sér ekki að kenna mér, hvað þá annað. 1 þessa stíla- bók, hafði hún verið látin skrifa skátaheit- ið, skátalögin og ýmsa punkta, eins og smá- klausu um skyldur skáta, um aga í skáta- félagi og markmið skáta. Þetta var nú all- ur bókakosturinn. Ég hreifst strax af skátaheitinu og lög- unum — það var nóg til að kveikja í mér, og svo er enn. Svo byrjaði ég þá sem nýliði og um leið skátaforingi — bara með áhug- ann, bjartsýnina og stílabókarblöðin — 32 SKATABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.