Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 8
betur, hvað það er nauðsynlegt, að skáta- lieitið og skátalögin séu grundvöllurinn í lífi og starfi hvers skáta. MATARVEIZLURNAR TVÆR Fyrsta veturinn, sem félagið okkar starf- aði, hugkvæmdist skátadrengjunum að efna til matarveizlu og bjóða okkur. Okk- ur fannst þetta ákaflega merkilegt, og þótti mikið til koma. Þeir ætluðu auðvitað að sýna kunnáttu sína, og svo átti nú þetta að vera einn liðurinn í því að efla vináttu og skilning milli félaganna. Við fengum hátíð- legt boð um að mæta kl. 12 á hádegi á sunnudag. Mikil var nú eftirvæntingin, og ekki laust við aðdáun frá okkar hálfu, — að drengirnir skyldu vera svona myndar- legir, — því auðvitað ætluðu þeir að elda sjálfir. Við mættum nýstroknar og glans- andi af sápuþvotti á tilsettum tíma. Við vorum mjög hátíðlegar, en ekki lausar við forvitni. Hvað áttum við að fá að borða? — Vissi það nokkur? — Jú, það átti víst upp- runalega að vera steik, en hún hafði soðið í alla nótt. Þegar Tumi flokksforingi ætlaði að stinga gaffli í kjötlærið og taka það upp úr pottinum, var steikin orðin að kássu. Svo var háttað, að í eldhúsinu var gömul kolaeldavél. Þeir höfðu fengið lánaðan helj- arstóran járnpott, einhver sagði, að þá myndi steikin ekki brenna við. En það greip þá einhver geigur um það, að lærið myndi ekki vera soðið um hádegið — og þá myndum við gera gys að þeim, — svo þeir töldu vissara að byrja að elda á laugar- dagskvöldið. En svo datt einum flokks- manna það í hug, þegar hann vaknaði um nóttina, að réttara væri nú að líta eftir eldinum. Hann hypjaði sig jjví í buxurnar, skrapp út í hús og bætti kolum í vélina. Árangurinn var svo þessi kássa, sem allir átu þó með góðri lyst. „Hvað eigum við að fá í eftirmat?" spurði ein stúlkan. „Ha, eft- irmat?“ Það lrafði þeim ekki dottið í hug, að hafa eftirmat. ,.Við lögum kaifi,“ sagði Tommi. Svo var lagað kaffi, sem reyndist alvég ágætt. Þarna í hópnum voru tvö systkini, sem auðvitað þurftu að fara að kýta. Fleiri og fleiri drógust inn í samtal- ið. Sumir fóru að verða háværir: „Þið kunn- ið ekkert að búa til mat, við skulum sanna það, að við verðum duglegri, þegar við bjóðum ykkur. Við höldum veizlu næst.“ — „Hvernig er það? Erum við ekki skátar, eigum við að vera að rífast?" Við hættum að rífast. í því var farið að hringja kirkju- klukkunum. Það stakk þá einhver upp á því, að við skyldum hætta að rífast, og lara heldur í kirkju. Svo var gert. Ekki er hægt að minnast á þessa veizlu, án þess að segja einnig frá þeirri, sem við héldum árið eftir. Nú átti heldur betur að sýna listir sínar, og ekki ætluðum við að gleyma súpunni. í þá daga, kunni ég ekki að búa til nema 2 rétti matar, en það var: Barið buff og hakkað buff. — Við héldum fund til þess að ræða um veizluna. Það bar svo vel við, að mamma einnar stúlkunnar ætlaði að slátra kú. Nauta-buff hlaut að vera jafnt af belju, sem bola — við ákváð- um því að kaupa eitt lærið af kúnni. Við fengum lærið á 20 kr., þá voru peninga- birgðirnar á þrotum. Okkur fannst nóg að kaupa 2 kg. af kartöílum. Það var nóg fyrir strákana að fá eina kartöflu hver. Hver get- ur nú reiknað út, hvort þetta var nóg fyrir 30—40 manns? En súpan — henni mátti ekki gleyma. Mamma hennar Jónu gaf okk- ur 2 dósir af Aspargus. Flott súpa. Við sáum í anda, hve gestirnir yrðu hrifnir. Og svo vildum við hafa kaffi á eftir. Ég vissi betur, hvernig átti að bera fram matinn, heldur en að búa hann til. Það var fínt að byrja á súpunni og hafa kaffi á eftir. Hin- ar gátu ekki hrakið það. Svo kom hin mikla veizluhelgi. „Eigum við ekki að byrja á 34 SKÁTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.