Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Side 9

Skátablaðið - 01.07.1962, Side 9
buffinu á laugardagskvöldið?“ spurðu stelp- urnar. „Eruð þið gengnar af göflunum? Munið þið ekki lrvernig fór fyrir drengj- unum? Við verðum að sanna það, að við sé- um betri kokkar. Við mætum kl. 7 á sunnu- dagsmorguninn og höfum meðferðis ekki færri en 5 buffhamra.“ Þess skal getið, að það bjó ekki fólk í húsinu. Ég frétti seinna, að nokkrar þeirra yngstu hefðu mætt á laugardagskvöldið og reynt að undirbúa. En kl. 7 á sunnudag var byrjað að berja. Ó, hvílíkur gauragangur. Allt ætlaði um koll að keyra. Ég þorði ekki annað en senda Döggu Fanndal heim til sín, hún átti heima skammt frá, til þess að vita hvort mamma hennar hefði vaknað. Við reiknuðum út, að gæti frú Fanndal sofið, þá hlyti annað fólk að geta sofið líka. Frú Fanndal svaf, og það var barið af ennþá meira kappi. Ég var nú byrjuð að steikja buffið, þá segir ein stúlkan: „Á ekki að vera laukur með buffi?“ „Jú, auðvitað — enginn laukur til. — Farðu heim, Rúna mín, og biddu hana mömmu þína að gefa okkur lauk.“ Rúna af stað. —• „Ffvar á að brúna laukinn?“ — „Farðu heim, Nanna mín, og biddu hana mömmu þína að lána okkur olíuvél." Nanna þaut af stað. Laukurinn kom, einnig olíuvélin. Einhver fór að brúna laukinn og hélt áfram, þangað til mér hugkvæmdist að segja henni að hætta, en það var heldur seint. Þetta var ekki orðið líkt neinum lauk. „Láttu pönnuna undir eldavélina, við tökum það skársta og hellum yfir.“ Klukk- an var orðin anzi margt. „Þarf ekki að fara að byrja á súpunni?" „Jú, en kann einhver að búa hana til?“ Nei, það kunni engin. Mér var orðið anzi heitt að standa við elda- vélina og brúna buff, ég bauðst því til að hlaupa heim og spyrja frænku, hvernig ætti að búa til súpuna. Ég var fegin að komast út undir bert loft, og hljóp við fót upp í Bæjarfógetahúsið, þar sem ég átti heima. Lárus x Saurbæ stóð á troppunum, þegar ég hljóp framhjá. „Llefur eitthvað komið fyrir? Hefur orðið slys?“ „Nei, nei,“ sagði ég, en sagði honum ekki, hvílík feikna slysni það væri, að ég kynni ekki að búa til súpu. Rétt á eftir mætti ég Grími gamla hringj- ara, hann var að fara niður í kirkju. „Datt einhver í sjóinn? Feikna ferð er á þér, manneskja, er eitthvað að?“ „Já, mjög alvar- legt, ég kann ekki að búa til súpu.“ Ég var þotin, en leit um öxl og sá, að Grínrur stóð og horfði á eftir mér alveg hissa, velkti tóbakstölunni uppi í séi', spýtti. Eitthvað hlaut það að vera, úr því Hrefna á Kont- órnum hljóp svona hratt í fullum skrúða. Hann hristi höfuðið og hélt leiðar sinnar. Ég var komin heim, æddi inn og hafði nærri hvolft um skúringarfötunni hjá eld- hússtúlkunni. „Hvar er frænka?" — „Frúin er í borðstofunni. Hvað gengur á?“ Ég anz- aði engu, fann frænku, og hún leysti vand- ann bæði fljótt og vel. Hún gaf mér smjör og hveiti og minnti mig á að nota soðið til þess að hræra út í súpuna. Og ég af stað. Nú varð að hafa hraðann á. „Fljótt, hingað með olíuvélina. Pottinn yfir — smjörið út í — þá hveitið, hræra, svo soðið — auðvitað úr dósunum“. — „Haldið við pottinn tvær ykkar á meðan ég hræri." En hvað það var lítill kraftur í dósunum, þetta var eins og þykk kássa. Það hlaut að mega bæta vatni út í. Svo var bætt út í aftur og aftur, en ósköp var þetta bragðlaust. Svona voru ekki SKATABLAÐID 35

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.