Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 11
uðum þetta „Telpnafélagið“, og upp úr þeim félagsskap fékk ég nýliðana í seinna félagið, sem var stofnað 1945. Mér vannst ekki tími til þess að láta þær vinna heitið, því það var gert í kirkjunni á þjóðhátíðardaginn, 17. maí. En þann dag l'órum við frá Kaupmannaliöfn á leið til íslands. En ég hafði lokið við að kenna þeim nýliðaprófið, og prófaði þær á meðan ég var að pakka niður. Það var engin hætta á því, að ég gleymdi að kenna þeim unr haden-Powell. Nokkru eftir að ég byrjaði með „Telpnafélagið”, dreymdi rnig að ég var að flýja undan óvinunum. Til þess að konrast undan, varð ég að komast upp á háa hæð og að fjallakofa, sem þar stóð. Ég komst þangað úrvinda af þreytu, að mér fannst, en þar stóð þá Baden-Powell. Hann lagði höndina á höfuð mér og sagði: „Guð belssi þig“- Þá vissi ég að allt myndi fara vel, og að einhvern tíma myndi vaxa skáta- sveit úr þessum hópi — sem og líka varð. Ég ætla aðeins að minnast á einn atburð af nrörgum, en það var þegar við reyndum að stelast til að halda 17. maí hátíðlegan. Það voru bönnuð öll hátíðahöld þennan dag. Ekki mátti sjást norskur fáni og ekki mátti syngja þjóðsönginn. Ég hafði farið nokkrum dögum áður langt fram í skóg, til þess að leita að góðu rjóðri, þar sem við gætum verið í friði. Mikil var eftirvænt- ingin, þegar dagurinn rann upp. Það var „ekta“ 17. maí-veður, sól hátt á lofti og fuglasöngur í trjánum. Náttúran tjaldaði sínu fegursta, en mannvonzkan lá á næsta leiti, — við öllu mátti búast. Við fórunr ekki fylktu liði, heldur fór hver heiman að frá sér, litlu fánarnir voru vandlega faldir und- ir kápunni, saftblanda og brauðsneið var haft í nesti. Úr svipnum skein gleði og eftirvænting. Hvernig var hægt annað en að reyna að gera eitthvað fyrir þessi börn? Við vorum búin að koma okkur fyrir í rjóðr- inu, búin að syngja: „Guð blessi vort fagra föðurland", við vorum búin að biðja fyrir landi og þjóð, fyrir friði á jörð. Allir fánar voru á lofti. Þá hvíslaði einhver krakkinn í örvæntingu: „Það kemur einhver“. Við gægðumst út á milli greinanna og sáum hilla undir margt fólk. „Fellið fánana." Það varð uppi fótur og fit. Fánunum var troðið innan klæða, biblían og söngbækurnar fald- ar, og allt, sem gat leitt grun að því, að hér væru hátíðahöld á ferðinni. Við fórum í leik og létum sem ekkert væri. En okkur létti ekki svo lítið, þegar við sáum hvaða fólk þetta var, og alltaf bættist við. Þarna voru þá komnir foreldrar krakkanna, sem auðvitað vissu um þetta, og einnig skólakennarinn. Þau voru að fá sér „göngu“ í góða veðrinu, en erindið var að fá að vera með. Það liafði verið haldið uppi njósnum um það, að öllu væri óhætt. Og dagurinn varð reglulegur „17. maí“ — sá eini öll stríðsárin, því þetta þorðum við ekki að gera aftur. Það var farið í „skáta- leiki“, sungið og farið í alls konar keppnir. Það var glaður liópur, sem tvístraðist, þeg- ar fór að kvölda. Fánarnir voru vandlega faldir, en öllunr kom saman um, að dagur- inn hefði verið dásamlegur. Við vorum einni góðri minningu ríkari. Minningu, sem rifjuð var upp hvern 17. maí, þangað til stríðinu var lokið og allir voru frjálsir að halda daginn hátíðlegan. SKATACLAÐIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.