Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Síða 19

Skátablaðið - 01.07.1962, Síða 19
ætluð til áhaldakaupa. — Væringjar halda skatamót í Þjórsárdal. — 14 norskir skátar heimsækja ísfirzka skáta og ferðast um landið. — Skátafélagið Andvarar, Sauðárkróki, hefur útgáfu Skátablaðsins, fjöl- ritaðs, ritstjóri: Franch Michelsen. — I. hefti af Ylfingabókinni eftir Baden-Powell gefið út af B.Í.S. og Barnavinafélaginu Sumargjöf. — Skátafélagið Andvarar, Sauðárkróki, stofnar fyrstu skátasveit á íslandi, sem hefur aðsetur í sveit, og nefnist hún Skátasveit Staðarhrepps. — Tilkynningablað B.Í.S. kemur út fjölritað. - Skátafjöldi 419 (drengir). 1935 4 landsmót skáta haldið á Akureyri og umhverfi. — Skátablaðið byrjar að koma út á vegum B.Í.S. — Söngbók skáta kemur út. — Skátafélagið Fylkir, Siglul'irði, stofnað 22. jan. — Kvenskátafélagið Ásynjur, Sauð- árkróki, stofnað 1. júli. — Skátafélagið Framherjar, Flateyri, stofnað 17. febr. — Skátar á ísafirði aðstoða við að bjarga hesti úr vök. — Skátar á Siglufirði aðstoða við að bjarga hesti úr ógöngum. — II. hefti af Ylfingabókinni eftir Baden-Powell gefið út af B.Í.S. og Barna- vinafélaginu Sumargjöf. — Skátafjöldi 509 (drengir). 1936 5 landsmót skáta haldið á Þingvöllum. — Fyrsta skátamót Vestfjarða haldið í Súgandafirði. — 6. aðalfundur B.Í.S.. Kosinn varaskátahöfð- ingi, Steingrímur Arason. — Skátafélagið Útherjar, Þingeyri, stofnað 14. febrúar. — Kvenskátafélag stofnað á Þingeyri. — Skátafélagið Glað- herjar, Suðureyri, stofnað 28. marz. — Skátafélagið Drengir, Akureyri, stofnað. — Hjálpræðisherinn í Reykjavík stofnar flokk herskáta. — Skátafélagið Svanir stofnað á Stokkseyri. — 3. Væringjadeild efnir til reiðhjólakeppni frá Kolviðarhóli að Sundlaugavegi í Reykjavík. Sig- urvegari Sigurður Þorgrímsson. — Ernir efna til reiðhjólakeppni frá Kolviðarhóli að Vatnsþró í Reykjavík. Sigurvegari Sigurður Ágústsson. — Skátafjöldi 667 (drengir). 1937 33 íslenzkir skátar sækja Jamboree í Hollandi. — Skátafélagið Víkingar, Vík, stofnað. — Skátaíélagið Heiðabúar, Keflavík, stofnað 15. septem- ber. — Skátafélag Hafnarfjarðar stofnað 2. febrúar. Nafninu síðar breytt í Hraunbúar (1945). — Skátar í Reykjavík aðstoða vegna inflú- enzufaraldurs. — 25 ára afmælis skátahreyfingarinnar á íslandi minnzt með samsæti á Hótel Borg, þar sem viðstaddir voru 450 skátar og gestir þeirra. — 2. Skátamót Vestfjarða haldið í Dýrafirði. — Stofuað skátafélagið Fjallbúar á Hofsósi. — Hópsblaðið, síðar Ylfingablaðið, kemur út í Reykjavík. — B.Í.S. tekur að sér blaðið ,,Skátinn“ og byrjar að gefa það út sem foringja- og rekkablað. — Rotary klúbburinn í Reykjavík veitir tveimur reykvískum skátum ókeypis Jamboreeferð. — Axel V. Tulinius skátahöfðingi andast 8. desember. — 20 félög inn- an B.Í.S. — Skátafjöldi 768 (drengir). SKATABLAÐIÐ 45

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.