Skátablaðið - 01.07.1962, Side 21
Stjórn B.Í.S. 1945. Fremri röð: Henrik Thorarensen, Helgi Tómasson, 'skátahöfðingi, Jón Sigurðs-
son. Aftari röð: Páll H. Pálsson, Hannes Þorsteinsson, Þorsteinn Einarsson og Axel L. Sveins.
Samherjar, Patreksíirði, stofnað 22. júní. — Kvenskátaskóli stofnaður
á Úlfljótsvatni. — Landsmót kvenskáta haldið á Úlfljótsvatni. — Skál-
inn á Úlfljótsvatni reistur. — Skátamót fyrir drengjaskáta haldið á
Úlfljótsvatni. — Húsavíkurskátar reisa sér útileguskála. — R.S. skátar
í Reykjavík reisa sér útileguskálann Þrymheim á Hellisheiði. — Skáta-
fjöldi 1012 (drengir).
1943 7 landsmót skáta haldið að Hreðavatni. — Kvenskátafélagið Hólm-
stjörnur stofnað á Hólmavík. — Skátafélagið Þorbirningar, Grinda-
vík, stofnað 10. okt. — Bókaútgáfuflokkurinn Úlfljótur stofnaður. —
Jamboreeklúbbur íslands stofnaður 22. febr. — Skátafj. 1411 (drengir).
1944 « landsmót skáta haldið að Þingvöllum. — 10. aðalfundur B.Í.S. —
Kvenskátafélög ganga í Bandalag ísl. skáta og samfélög kven- og
drengjaskáta leyfð. — Landsmót kvenskáta haldið í Vatnsdalshólum.
— Skátafélagið Birkibeinar, Eyrarbakka, endurreist 14. okt. — Skáta-
félagið Gagnherjar, Bolungarvík, stofnað 17. sept. — Skátafélagið
Fossbúar, Selfossi, stofnað 28. júlí. — Foringjaskóli stofnséttur á Úlf-
Ijótsvatni, sem hefur starfað með litlum hvíldum síðan. — Skátabókin
kemur út (2. útg., I. hluti). — Akureyrarskátar reisa skála sinn Glaum-
bæ (seldur 1955). — Úlfljótur hefur útgáfustarfsemi með bókunum
Við varðeldinn, 1. hefti, og Útileikir (báðar fjölritaðar) — Skátar um
skÁtablaðið 47