Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Side 35

Skátablaðið - 01.07.1962, Side 35
\ l sínum um skóginn áttu allir fjórir óvinaflokkar okkar oftar en einu sinni leið um vegamótin, og allir stönzuðu þeir þar lengri eða skemmri stund til þess að átta sig á hlutunum eða gefa skipanir. Snjó- karlinn stóð þar þögull og grafkyrr og tók eftir öllu, sem fram fór. Við birtuna frá vasaljósi sínu skrifaði Óli nýliði allt niður, sem þar fór fram. „Heimskautarefirnir" (2. sveit) voru svo vingjarnlegir að koma upp um nákvæma staðsetningu á aðalstöðvum sínum, og „Alaska veiðimennirnir", sem höfðu ekki nokkurn minnsta grun um að nokkur væri nærri, sungu stríðssöng sinn af miklum móði, meðan blýanturinn lians Óla nýliða þaut svo hratt yfir blaðið, að oddurinn á honum varð næstum hvítglóandi. Stuttu síðar komu „Eskimóarnir" og stönzuðu nokkur skref frá snjókarlinum. Eftir samtali þeirra að dæma voru þeir í miklum vandræðum, en skyndi- lega heyrðist ánægjuhróp frá þeim. Síðan heyrðist, að einhver kom úr gagnstæðri átt, og Óla nýliða varð brátt ljóst, að það var for- ingi „Eskimóanna", sem hafði nú loksins fundið flokk sinn aftur eftir að hafa verið villtur frá honum í langan tíma. Aðstoðarílokks- foringinn gaf ítarlega skýrslu um allt það, sem þeir höfðu komizt á snoðir um síðasta klukkutímann, og gaf auk þess ítarlega lýsingu á kofanum ,sem sveitin hafði reist á aðalstöðvunum og vafalaust myndi vafalaust vekja mikla hrifningu hjá dómurunum. „Eskimóa- höfðinginn" hefði þó varla orðið eins hrifinn og hann varð, ef hann hefði vitað, að inni í snjókarlinum varð smám saman til allnákvæm teikning af kofanum þeirra, og þeim mun nákvæmari sem aðstoðar- flokksforinginn útskýrði ítarlegar, hvernig þeir hefðu búið hann til. Þegar Bufflarnir sneru nokkru síðar aftur að vegamótunum, var skÁtablaðið 61

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.