Skátablaðið - 01.07.1962, Side 38
Flokkakeppní B.I.S
Um þessar rnundir er farið að líða að
lokum flokkakeppni þeirrar, sem
Bandalag ísl. skáta efndi til á s.l. ári og
staðið hefur yfir í allan vetur. Keppni þessi
nær yfir allt landið og er þátttaka heimii
öllum skátaflokkum innan B.Í.S. Keppnin
er tvískipt, sér fyrir kvenskáta og sér fyrir
drengjaskáta og er keppt um titlana „Bezti
skátaflokkur á íslandi skátaárið 1962“ og
„Bezti kvenskátaflokkur á íslandi skátaárið
1962“. Hefur þátttaka verið mjög almenn
um allt land.
Keppnin hefur farið þannig fram, að öll-
um flokkum, sem skrásettir hafa verið til
þátttöku, hafa verið send tiltekin verkefni
mánaðarlega, hið fyrsta í nóvember og hið
síðasta í apríl, sem þeir hafa átt að vinna
úr og skila síðan skriflegri skýrslu um starf
sitt í heild, og hefur verið tekið fullt tillit
til alls þess, sem flokkurinn hefur starfað
að, við úrslit keppninnar, en ekki aðeins
Tjaldbúðalikan „Fiðrilda", K.S.F.R.
keppnisatriðanna. Hin mánaðarlegu verk-
efni, sem flokkunum hefur verið ætlað að
leysa, hafa verið þessi: Útbúa líkan af vænt-
anlegum tjaldbúðum flokksins á landsmót-
inu næsta sumar, útbúa smápoka undir far-
„Vöfflur", K.S.F.R., i dagferð.
angur í bakpoka, smíða fuglabretti og gefa
fuglum á því, semja leikþátt um ævi Baden-
Powells og sýna hann 22. febrúar, og fara
í dagferð og semja síðan skýrslu um ferð-
ina ásamt uppdrætti yíir leiðina, sem farin
var. Auk þessa fengu svo allir flokkarnir
það verkefni einn mánuðinn að taka eins
mörg skátapróf, bæði almenn próf og sér-
próf, og þeir mögulega gátu.
Að afloknum þessum hluta keppninnar
voru síðan valdir úr þeir flokkar sem bezt-
um lausnum höfðu skilað, og komust þeir í
undanúrslit. Voru það 12 kvenskátaflokkar
og 14 drengjaskátaflokkar. Undanúrslit
fóru síðan þannig fram, að helgina 23. og
24. júní fóru allir þessir flokkar í útilegu,
hver frá sínum heimabæ, og áttu þeir þá að
leysa úr ýmsum þrautum og sinna fjöl-
64
SKÁTABLAÐIÐ