Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 40

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 40
Hestuir morgunroSans lestu fólki þykir vænt urn hesta, hvort heldur sem um er að ræða litla og fallega rtfzísss&a Shetlands hesta eða risastóra i Ja'Qa og þunglamalega dráttar- hesta. Þó munu þeir vera fáir, sem velta fyrir sér ástæðunni til þess, að það eru tii svo margar tegundir hesta, mismunandi jafnt að líkamsbyggingu sem stærð, allt frá hinum fínlegu arabisku hestum til hinna stóru og grófgerðu vagnhesta, sem sjá nrá í útlöndum. Sannleikurinn er sá, að allar hinar fjöldamörgu hestategundir ásamt ösn- um, múldýrum og sebradýrum eiga sér sam- eiginlega að forföður lítið dýr á stærð við ref, sem vísindamennirnir hafa gefið hið fallega nafn „eohippus", sem þýðir hestur morgunroðans. Þannig er hann nefndur vegna þess að hann lifði í „morgunroða tímanna", fyrir milljónunr og aftur milljón- um ára síðan. Eohippus hafði finrm tær á hverjum fæti, alveg eins og hérinn hefur núna. Smám saman eftir því sem ármilljónirnar liðu fækkaði tánum, svo að núna hafa allir hest- ar aðeins eina tá, þ. e. a. s. hóf, á hverjum fæti. Þessir litlu hestar morgunroðans voru ekki sérlega sterkir, svo að þeir komust fljótlega á snoðir um það, að það bezta, senr þeir gátu gert, Jregar fjendur voru nærri, og af þeim var vissulega nóg, var að hlaupa eins hratt burtu og þeir mögulega gátu. Eftir því sem tíminn leið og kynslóð kom á eftir kynslóð urðu dýrin stærri og sterk- ari og hver ættliður varð örlítið sterkari og stærri en sá næsti á undan. En þróunin varð mjög breytileg á hinum mismunandi svæðum, vegna mismunandi lífsskilyrða, svo að það komu fram íjöldamargar hestateg- undir víðsvegar um hnöttinn, sem voru í verulegum atriðum frábrugðnar hver ann- arri. Það hafa fundizt leifar af slíkum forn- aldarhestum í öllum heimshlutum, en þó að undantekinni Ástralíu. Það einkennilegasta í þessu er þó það, að villihestarnir, sem nú er svo mikið af í Ameríku, eiga alls ekki rætur að rekja til slíkra fornaldarhesta af amerískum stofni, Jrví að þegar Kólumbus fann Ameríku 1493 voru engir hestar þar, — þeir voru allir útdauðir, — og hinir mörgu villihestar, sem síðar fundust á meg- inlandi Ameríku, eiga allir ættir sínar að rekja til hesta, sem Spánverjar fluttu þang- að frá Evrópu og sem síðar sluppu frá þeim og „kusu frelsið“ í nýja heiminum. Við nefndum „morgunroða tímanna" í sambandi við „eohippus", en í raun og veru á liann sér þó lengri þróunarferil að baki. Hann er runninn frá ennþá eldri dýrateg- und, og frá þeirri dýrategund eru einnig runnin fjöldamörg önnur af þeim dýrum, sem nú lifa, svo sem svínið, kýrin, kamel- dýrið, flóðhesturinn, kindin, nashyrningur- inn, hjörturinn og fíllinn svo að nokkur séu nefnd. En hversu langt er þá liðið frá Jrví að lífið kviknaði fyrst á jörðinni? Því má svara með því, að ef við hugsum okkur venju- legan tvinnaspotta, sem er nógu langur til að ná utan um jörðina, þá getum við látið lengd tvinnans tákna þær milljónir ára, sem liðnar eru frá Jjví að fyrst kviknaði líf á jörðinni. En ef við ætluðum að mæla á sama mælikvarða Jrann tíma, sem við höfum sögulegar heimildir um, þ. e. frá nokkrum Jrúsundum ára fyrir fæðingu Krists, þá yrði Jjað aðeins svo sem svaraði þvermáli venju- legs tvinnaspotta. 66 (Continental Press.) skÁtablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.