Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 52

Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 52
Sœnskir skátaforingjar rifja upp áttavitakunnáttuna. Hófatak, sem stöðugt barst nær, batt endi á samtal þeirra. — Það hljómar eins og þarna sé einhver, sem er mikið að flýta sér, sagði Tom, og þeir hlupu yfir grasið niður að veginum. Reiðmaðurinn kom heim að húsinu í sömu andrá og faðir Toms, sem hafði heyrt hófatakið, kom hlaupandi út. — Hvað er á seyði, Villi, spurði hann, þegar hann sá nágranna sinn, sem var auð- sjáanlega mikið niðri fyrir. — Eldurinn frá honum Hardy hefur breitt úr sér og er kominn niður að gilinu. Það hefur kviknað í báðum endunum á brúnni, og Jón og vinnumaðurinn hans eru þar eins og rottur í gildru. Þeir voru að vinna við að gera við brúna og tóku ekki eftir neinu fyrr en logandi laufblöð og kvistir höfðu fokið yfir brúna og kveikt þar í hrúgu af rusli, sem hafði safnazt sam- an yfir veturinn. Þetta var allt orðið eins og inni í bakarofni fyrst þegar þeir tóku eftir því, hvernig komið var. Það er of hátt fyrir þá að stökkva niður x ána, og þeir hafa eng- an kaðal með sér. Faðir Toms hnyklaði brúnirnar. — Og er ekki nokkur leið að koma kaðli til þeirra? spurði hann áhyggjufullur. — Jú, það er hægt með boganum mínum, hrópaði Tom æstur. — Flýtið þið ykkur og fáið nokkur reipi og seglgarnshnotu hjá kaupmanninum. Bob getur farið með okkur á bátnum upp að brúnni, og ég get sent línu upp til þeirra með því að binda hana við eina af örvunum mínum. Ósköp svipað og þeir nota línubyssur við björgun úr sjávarháska. Villi þeysti af stað í áttina til kaupmanns- ins. Eftir örstutta stund var hann kominn aftur til baka. — Hér eru fjórir kaðlar og nokkrar hnot- ur af seglgarni. Brúin er víst eina fjörutíu metra yfir vatninu. Faðir Toms opnaði garðshliðið, og Villi teymdi hestinn inn fyrir og batt hann við tré. Því næst flýttu þeir sér niður að bryggj- unni, þar sem drengirnir voru þegar komn- ir um borð í bátinn. — Hefur þú nóg bensín? spurði Tom félaga sinn. — Já, meira en nóg, svaraði hann. — Vilj- ið þið ekki koma með líka? sagði hann við íullorðnu mennina. — Hér er meira en nóg rúm fyrir okkur alla. Þeir sneru gangsetningarhjólinu og vélin fór þegar í gang. Báturinn rann frá bryggj- unni og ekki leið á löngu þar til hann var kominn út á miðja ána. Bob jók bensín- gjöfina svo að hraðinn jókst og báturinn klauf vatnið þannig að löðrið stóð upp með báðum kinnungum hans. — Það er aldrei, að hann gengur, sagði Villi og horfði á árbakkann, sem virtist fljúga framhjá. — Verðum við meira en tíu mínútur upp að brúnni? spurði faðir Toms. — Alls ekki meira, svaraði Bob, og núna nálguðust þeir staðinn, þar sem gljúfrið 78 SKÁTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.