Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Page 54

Skátablaðið - 01.07.1962, Page 54
Toms, þegar hann kom auga á mennina tvo, sem veifuðu til þeirra ofan af brúnni. Þeir virtust ekki enn liafa orðið fyrir neinu slysi. — Dýfið þessurn poka ofan í ána og legg- ið hann yfir vélina, sagði Bob fljótmæltur, þegar hann sá, hversu neistaflugið lagði yfir ána. — Við megum ekki láta kvikna í bensíninu. Núna reis eldveggurinn upp beggja vegna þeirra. Meðan lrinn gegnvoti poki var settur á sinn stað, tók Tom til boga síns og örva, og Villi gekk þannig frá seglgarninu, að það gæti runnið viðstöðulaust upp í loftið á eftir örinni án þess að flækjast. Það mátti ekkert hindra örina á flugi hennar. — Flýtið }úð ykkur, heyrðu þeir Jón hrópa ofan af brúnni. — Brúin getur hrunið á hverri stundu. — Reynið að ná seglgarninu, lrrópaði Tom uppörvandi. — Ég ætla að skjóta ör upp til ykkar og . .. Vindhviða feykti þykkum reykjarmekki niður yfir þá og huldi brúna og mennina á henni sjónum þeirra um stund. Tom beið, hóstaði og reyndi að ná andanum. Ætlaði þessi reykur aldrei að hverfa? Mín- úturnar virtust silast áfram þar til reykn- um létti loks svo mikið, að þeir komu aftur auga á brúna og höfuð og lierðar Jóns, þar sem hann hallaði sér fram til að koma auga á bátinn. — Við verðum að flýta okkur, hrópaði faðir Toms. Hann hafði séð, að eldurinn var langt kominn að éta sundur fjarlægari enda brúarinnar. — Annar endinn á brúnni getur gefið eft- ir á hverri stundu. Flýttu þér, Tom, þú verður að liitta með fyrstu örinni. — Halló, þið þarna uppi. Reynið að fylgj- ast með örinni, hrópaði Tom og spennti bogann. Bob hafði vél bátsins í gangi til þess að lialda honum kyrrum í straumnum, og hann Tom spennti bogann meira og meira .. . var aðeins nokkra rnetra niður undan brúnni, svo að Tom gat skotið örinni næst- um því lóðrétt upp í loftið. Allir þrír stóðu þeir á öndinni af eftirvæntingu með- an Tom spennti bogann meira og meira þar til fjaðrirnar í örinni voru komnar á móts við eyra lians og oddurinn snerti hægri hönd hans. Honum var fullkomlega ljóst, hversu mik- ið var undir því komið, að hann hitti strax með fyrstu örinni. Ef hann skyti framhjá, þýddi það blautt seglgarn, sem yrði að draga inn í bátinn og vefja upp áður en hægt væri að gera aðra tilraun. Það yrði hræðileg tímasóun, sérstaklega þar sem þeir máttu ekki missa eina einustu sekúndu. Bæn steig upp frá brjósti lians meðan hann fann sér góða fótfestu og miðaði. Örin þaut af stað og garnið rann út án þess að nokkuð kæmi fyrir. Hærra og hærra 80 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.