Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 56

Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 56
INNLENDAR FRÉTTIR Landsmót skáta 1962. Litlu er að bæta við þær fréttir, sem Skáta- blaðið hefur þegar flutt lesendum sínum af landsmótinu, sem halda á á Þingvöllum í sum- ar, utan hvað allur undirbúningur hefur geng- ið að óskum, og útlit er fyrir, að þetta mót verði eitt hið glæsilegasta, sem íslenzkir skátar hafa haldið fyrr og síðar. Þátttakendur í mót- inu verða væntanlega um 1800 islenzkir og er- lendir skátar, en að meðtöldum gestum og þeim, sem inunu dveljast í fjölskyldutjaldbúðunum, má búast við, að þessi tala fari talsvert á þriðja þúsund. Mótsnefndin hefur ráðið fastan starfs- mann, Magnús Stephensen, S.F.R., til að ann- ast ýmis framkvæmdaratriði í sambandi við mót- ið, og hefur hann skrifstofu i Skátaheimilinu í Reykjavík, sími 15484, og opið kl. 4—6 daglega. Þá má geta þess, að ákveðið hefur verið að gefa út prentað dagblað á mótinu. Verður það prent- að í Reykjavík og sent austur daglega. Ritstjórn þess mun annast Jón Tómasson, Keflavík, en prentsmiðja Vísis mun annast prentun. Einnig má ennþá einu sinni vekja athygli gamalla skáta á fjölskyldubúðunum, en þangað mega þeir koma með maka sína og börn innan skáta- aldurs. Verður mótsgjald í fjölskyldutjaldbúð- unum kr. 500 fyrir hverja fjölskyldu, og eru 82 viðkomandi algjörlega óbundnir af mótinu hvað viðvíkur fótaferðar- og liáttatíma, og hafa einn- ig frjálsar hendur um það, hvenær þeir koma á mótið eða fara þaðan og einnig, hve lengi þeir dveljast þar. Upplýsingabæklingur fyrir fjölskyldutjaldbúðirnar liefur verið gefinn út og er hægt að fá hann á skrifstofu mótsins. Þar sem þetta er síðasta hefti blaðsins, sem kemur út áður en landsmótið ler fram, vill Skátablaðið óska lesendum sínum góðrar ferðar á mótið og vonar, að þeir megi eiga ánægjulega daga þar. Skátahöfðingj afundur Norðurlanda. Um sama leyti og landsmót skáta fer fram á Þingvöllum, munu verða haldnir í Reykjavík fundir skátahöfðingja og kvenskátahöfðingja á Norðurlöndum. Skátahöfðingjafundurinn verð- ur haldinn í Hagaskóla í Reykjavík og munu sækja hann allir skátahöfðingjar drengjaskáta- bandalaga á Norðurlöndum og e. t. v. fleiri fulltrúar hinna ýmsu bandalaga. Fundur kven- skátahöfðingjanna verður haldinn í Neskirkju í Reykjavík, og munu sækja hann allir kven- skátahöfðingjar á Norðurlöndum auk erlendra bréfritara og framkvæmdastjóra. Þá mun einnig sérstakur fulltrúi frá .Sameinuðu þjóðunum halda fyrirlestur á fundunum um vandamál æskunnar í nútíma þjóðfélagi og margt annað fróðlegt verður þar til umræðu. Mun Skáta- blaðið færa lesendum sínum nánari fregnir af fundum þessum í næsta tölublaði. Lady Baden-Powell til íslands. Þau merkistíðindi hefur Skátablaðið nú að færa lesendum sínum, að Lady Baden-Powell mun heimsækja ísland í sumar. Mun hún sitja fund kvenskátahöfðingja Norðurlanda, og vænt- anlega sér hún sér einnig fært að heimsækja SKATABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.