Sameiningin - 01.03.1910, Síða 15
II
leiðbeiningar, svo að hún fari engar villigötur, þegar
hún leitast við að ná réttum skilningi á þessu orði Jesú
Krists, sem vér erum nú að hugleiða.
Ilvað er livíld? Hvað er starf ? Og hvernig getr
það tvennt samrímzt? Þetta er umhugsunarefni vort nú.
Hvíld, ;:l ;,jörlega laus við allt starf, þekkist ekki
hér á jörðu. Það ástand, sem kemst næst því, er svefn-
inn; en jafnvel þá er andi vor að meira eða minna leyti
starfandi. Hvíld er vanalegast breyting á starfi, og
breytingin er í því fólgin, að líkaminn hættir að vinna,
og andinn dvelr við eitthvað annað, að breytt er til um
líkamlegt starf, eða breytt er til um andlegt starf.
Dœmi þessa er hvíldardagrinn kristni. Hann er til orð-
inn vegna mannsins, segir Jesús. Manneðlið þarf á
honum að halda. Maðrinn er háðr lögmáli og nauðsyn
hvíldarinnar. Lífsins getr hann með engu móti notið
nema í því sé tilbreyting. Að vera sokkinn niðr í verk
sitt og þrælbundinn við það alla daga vikunnar og allar
vikur ársins og öll ár æfinnar, eftir að á fullorðins aldr
er koinið, hlýtr óhjákvæmilega að hafa skaðleg áhrif
bæði á sál og líkama mannsins. Hvíldardagrinn er
nauðsyn hverju mannfélagi og liverjum einstaklingi.
Hann hefir verið nauðsyn frá sköpun mannsins. Að
beztum notum kemr liann, ef hann er haldinn sem krist
inn sunnudagr, drottinsdagr, eins og liann er nefndr í
nýja testamentinu. Vinnandi mönnum öllum er hann
ómetanlega dýrmæt hvíldartíð; en sú livíld er ekki ein-
göngu fólgin í því að láta líkamann hvíla aðgjörðarlaus-
a.n í legubekk, heldr líka í því að láta ándann og jafnvel
líkamann starfa að öðru en gjört hefir verið virku dag-
ana. Að helga daginn andlegu starfi, og láta hugann
dvelja við guðlega hluti, að láta livíldina ekki vera leti-
hvíld, heldr starfandi, guðlega hvíld — með því getr
kristið mannfélag haldið sunnudaginn sér til blessunar,
sér til hugsvölunar, til undirbúnings undir skyldustörf
virku daganna. Það mannfélag, sem liefir varpað fra
sér hinum kristna sunnudegi, hefir með því fótum troðið
eina dýrmætustu gjöfina, sem guð hefir veitt mannkyn-