Sameiningin - 01.03.1910, Side 19
eru jirestar og guðfrœða-kennarar, sem fylgja lienni
fram. Þeir þykjast ekki vera að ganga í berhögg við
kristna tni, — síðr en svo; engir þykjast vera dyggari
verkamenn í víngarði guðs en einmitt þeir. Flestar
villukenningar hafa tekið sig n}>j» á móti kristinni trú,
en þessi byrjar þannig, að hún þvkist vera að tala máli
guðs, en leiðir þó út í sömu ógöngur og liinar. Fals-
spámenn gamla testamentisins eru þar fyrirmynd, því
þeir komu ætíð fram sem spámenn guðs, og byrjuðu oft
mál sitt með orðunum: „Svo segir drottinn.“ Nýja
guðfrœðin fer nokkuð svipað að, og þykir mér líklegt, að
hún sé fyrirrennari eða bvrjan villukenningar þeirrar,
sem (samkvæmt því, er um er sj>áð í nýja testamentinu)
á að koma upp innan kirkju og verða til mikils tjóns
fyrir kristnina.“
Gömul bók.
Eftir séra Kristinn K. Ólafsson.
Fyrir skömmu var mér gefið eitt eintak af mjög
gamalli bók, sem eg býst við a,ð nú sé orðin óvíða til.
Bókin er nefnd „Stutt og einföid undirvísun um kristin-
dóminn“ eftir dón biskup Yídalín, prentuð 1748 að Hól-
um, og er þriðja útgáfa ritsins. Bókin er útskýring á
Frœðum Lúters hinum minni, og svipað fvrirkomið og
barnalærdómum þeim, sem nú tíðkast.
Bókin er mjög merkileg og nákvæm útlistun á Frœð-
unmn, og er hún vel greinilegt svar upp á þá ákæru, að
ekkert nema dauðr rétt-trúnaðr ha.fi tíðkazt á seytjándu
öldinni; því að þar er eins skýrt tekið fram og maðr á
að venjast jafnvel á tuttugustu öld, að kristindómrinn
eigi að bera ávöxt í helguðu líferni. f?að voru gallar á
kristindómslífi seytjándu aldarinnar; ]>að er ekki að
efa. En óþarft er að sverta þá kristindómsskoðun, er
þá ríkti, um skör fram, jafnvel þótt það sé gjört í þeim
fagra tilgangi að gjöra einhverja nútíðarstefnu sem
glæsilegasta. Og ekki hefir ])að verið annarri eins
kennslubók og þeirri, er hér er um að rœða, að kenna. ])ó