Sameiningin - 01.03.1910, Qupperneq 20
i6
að einhverjir á þeirri tíð hafi álitið nóg að samsinna
kristindóminum, í stað þess að láta hann ráða breytn-
inni. Eg vil jafnvel dirfast að segja, að margr gæti
kynnt sér þessa bók til fullt eins mikillar sálubótar og
margt það, er býðst í því skvni nú.
Bókin snertir auðvitað við mörgu, sem um hefir
verið deilt á seinni tímum. Yildi eg benda á tvö atriði,
sem nefnd liafa verið ekki alls fvrir löngu.
Því liefir verið haldið fram, að það sé kenning Ágs-
borgartrúarjátningarinnar, að börn, sem deyja óskírð,
glatist. Það sé að eins tilraun til að krafsa yfir, þegar
nútíðar-kennimenn haldi öðru fram. Nú vill svo vel ti!,
að Jón biskup Vídalín, sem ekki mun verða sakaðr um
að hann hafi verið of lítið strangr, minnist einmitt á
þetta atriði. Eftir að hafa bent á, að hin vanalega ráð-
stöfun guðs sé að menn skírist til að fá fullvissu um
inntöku í guðs ríki, segir liann: ,.Þó er guð eigi við þetta
meðal bundinn.“ Enn fremr: „Enn þeim ei kunna
skírn að hreppa, þeim kann skírnarleysið ekki að bægja
frá sáluhjálpinni. . . . Svo sem eru börn þau, er ei liljóta
skírn....“ Kemr hann svo með ýms dœmi þessu til
skýringar.—Mun þetta því áreiðanlega liafa verið skiln-
ingr lútersku kirkjunnar á hans tíð, og bendif til þess
mjög sterklega, að það liafi verið hinn upprunalegi
skilningr á Ágsborgarjátningunni.
Hitt er það, hvort aðrir en kennimenn megi skíra,
og segir um það: ,,í viðlögum og nauðsyn má hver
maðr skíra, svo karlmaðr sem kona, er hefir vitsmuni
þar til.“ Á þetta er bent út af ágreiningi um ]>að, hvort
það sé kenning sömu játningar, að enginn nenm prest-
vígðr kennimaðr megi framkvæma prestsverk, hvernig
sem á stendr. Meistari Jón kemr hér því með aðra
sönnun fyrir því, að skilningr lútersku kirkjunnar nú á
tímum á Ágsborgarjátningunni er sá upprunalegi skiln
ingr á því riti.
Að menn skilji trúarjátningar kirkjunnar er auð
vitað aðal-skilvrði fyrir því að kúnna að meta þær. En
þvf betr sem menn kvnnast þeim, því betr munu menn
sannfœrast um, að þær liafa varazt að taka fram annað